Enski boltinn

Þetta eru mennirnir sem hafa tekið fleiri horn en Gylfi í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Aðeins þrír leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið fleiri hornspyrnur en Gylfi Þór Sigurðsson í fyrstu tólf umferðum ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, hefur tekið 37 hornspyrnur fyrir Swansea-liðið það sem af er tímabilinu eða yfir þrjár í leik.

Það eru bara þrír sem hafa tekið fleiri hornspyrnur en það eru Jason Puncheon, Dimitri Payet og Robert Snodgrass.

Gylfi hefur eins og er tveggja hornspyrnu forskot á Danann hjá Christian Eriksen hjá Tottenham og Spánverjann David Silva hjá Manchester City.

Gylfi Þór er spyrnumaður góður og skapar ávallt hættu í hornspyrnum sínum.

Gylfi nálgast líka 400. hornspyrnu sína í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur alls tekið 394 hornspyrnur sem kemur honum upp í 24. sæti yfir þá leikmenn sem hafa tekið flest horn síðan að enska úrvalsdeildin fór að taka það saman tímabilið 2006 til 2007.

Efstur á þeim lista er Liverpool-maðurinn Steven Gerrard sem tók alls 901 hornspyrnu á þessum tímabilum sínum frá árinu 2006. Annar er Stewart Downing með 872 hornspyrnur teknar.

Flestar teknar hornspyrnur í fyrstu tólf umferðum ensku úrvalsdeildarinnar:

1. Jason Puncheon, Crystal Palace 49

2. Dimitri Payet, West Ham United 47

3. Robert Snodgrass, Hull City 40

4. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 37

5. Christian Eriksen, Tottenham Hotspur 35

5. Kevin Mirallas, Everton 35

5. David Silva, Manchester City 35

8. Willian, Chelsea 34

9. Kevin De Bruynem Manchester City 32

9. Mesut Özil, Arsenal 32

11. Jordan Henderson, Liverpool 28

12. Dusan Tadic, Southampton 27

13. Santiago Cazorla, Arsenal 26

13. Xherdan Shaqiri, Stoke City 26

13. Son Heung-Min, Tottenham Hotspur 26

16. Juan Mata, Manchester United 25

17. Daley Blind, Manchester United 23

18. Marc Albrighton    Leicester City 22

19. Steven Davis, Southampton 21

20. Stewart Downing, Southampton 20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×