„Hélt að þetta yrði mitt síðasta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2016 06:30 Sölvi Geir Ottesen nýtur lífsins í Kína en fjarveran frá börnunum er erfið. vísir/ernir „Það er óvíst hvort ég verð áfram hjá Wuhan. Liðin í Kína eru mikið að skipta út útlendingunum frá ári til árs,“ segir fótboltamaðurinn Sölvi Geir Ottesen er hann dreypir á kaffibolla í Borgartúninu í Reykjavík. Norðanmaðurinn og Víkingurinn er búinn að vera í um mánuð heima á Íslandi eftir að tímabilinu í Kína lauk þar sem hann spilar með Wuhan Zall í B-deildinni. Hann er búinn að vera í þrjú ár langt frá þessum „hefðbundnu“ löndum sem íslenskir atvinnumenn sækja í. Fyrir þremur árum fór hann til Rússlands og undanfarin tvö ár hefur hann verið í Kína. „Hjá Jiangsu Sainty þar sem ég var í fyrra var öllum útlendingunum skipt út eftir tímabilið og það var sjötta árið í röð sem það var gert. Ef liðin vinna ekki deildina eru bara allir látnir fara,“ segir Sölvi og hlær við en Jiangsu var langt frá því að vinna deildina en Sölvi varð þó bikarmeistari með liðinu ásamt Viðari Erni Kjartanssyni. Þeir voru báðir látnir róa að tímabilinu loknu þegar risastór styrktaraðili kom inn í dæmið og keypti stórstjörnur á borð við Ramires frá Chelsea og Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk. „Það má bara vera með þrjá útlendinga og flest liðin stóla á sóknarmenn þegar kemur að útlendingakaupum. Þegar þessir peningar komu þarna inn var ekkert pláss fyrir íslenskan varnarmann lengur. Ég stóð mig vel, það var ekkert yfir minni frammistöðu að kvarta. Það þýðir samt ekki að ég gæti ekki þurft að fara. Ég held meira að segja að þjálfarinn minn vilji fara þessa leið og þá er ekkert pláss fyrir mig lengur,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir varð danskur meistari með FCK.vísir/gettyPeningurinn góður Sölvi fæddist á Akureyri, fluttist í Smáíbúðahverfið tíu ára og spilaði svo sem atvinnumaður í Svíþjóð og í Danmörku. Það var því mikið kúltúrsjokk fyrir hann að fara fyrst til Rússlands og svo til Kína. „Þetta er búið að vera fínt,“ segir hann um dvölina í austrinu. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi menningarheimur en ég reyni bara að gera gott úr þessu. Þetta er mikið bara ég með sjálfum mér að reyna að finna mér eitthvað að gera. Þetta er erfitt en getur á sama tíma verið þægilegt á stundum. Maður þarf bara að fara með jákvætt hugarfar inn í svona pakka. Þetta er bara markmið sem maður setur sér og ætlar að ná þannig að það þýðir ekkert að kvarta yfir hlutum sem geta komið upp á. Ég er ekkert kominn inn í menninguna að ráði. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára,“ segir Sölvi. Það vakti athygli þegar Sölvi fór til Kína til að byrja með í fyrra og hvað þá þegar hann fór niður í B-deildina fyrir síðustu leiktíð. Aðspurður hver hugsunin með þessu ævintýri í Rússlandi og Kína var kemur hann hreint fram: „Þetta er vel borgað, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kemst ekkert í svona pakka annars staðar,“ segir hann, en má þá lýsa þessu bara sem vertíð þar sem miðvörðurinn er að safna í sjóð til framtíðar? „Já, það má segja það. Ég er samt með bullandi metnað og varð til dæmis mjög svekktur að vera ekki valinn í landsliðið í sumar á EM. Ég er alltaf að reyna að bæta mig. Metnaðurinn er alls ekki farinn þó að ég sé að taka fjárhagslega öruggari ákvarðanir,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir komst ekki í EM-hópinn.vísir/arnþórSvekktur en ekkert sjokk Þrátt fyrir að vera fastamaður í landsliðshópnum undanfarin ár var Sölvi ekki einn af þeim 23 heppnu sem fengu að fara á EM í Frakklandi. Hann spilaði vináttuleik gegn Finnlandi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í janúar en var svo ekki valinn í landsleikina gegn Danmörku og Grikklandi í mars. Þá fór hann að gruna ýmislegt. „Ég vissi ekki að ég yrði ekki valinn fyrr en daginn sem hópurinn var tilkynntur. Ég var ekkert varaður við. Ég bjóst samt alveg við þessu þar sem ég var búinn að vera í öllum hópum fram að þessum leikjum gegn Dönum og Grikkjum. Mér fannst spes að vera ekki valinn í þann hóp á þeim tíma en á sama tíma grunaði mig að Heimir og Lars ætluðu að gera einhverjar breytingar. Ég var alveg undirbúinn fyrir breytingarnar þannig að sjokkið var ekki mikið þegar hópurinn var kynntur. Ég var bara svekktur eins og við mátti búast en lífið heldur áfram,“ segir Sölvi. Hann segist ekki hafa heyrt í Heimi Hallgrímssyni síðan í landsliðsferðinni í janúar. En hvernig var að horfa á þetta einn í Kína eftir allt svekkelsið? „Ég var mjög glaður fyrir hönd strákanna en það var alltaf eitthvað sem sat í manni hvort sem það var biturleiki eða eitthvað. Meira svekkelsi samt. Ég gat heldur ekkert fylgst með leikjunum því þeir voru klukkan fjögur á næturnar. Það var einn sem byrjaði fyrr um daginn sem ég sá,“ segir Sölvi, en fannst honum ósanngjarnt að gengið væri fram hjá honum, 32 ára með alla þessa reynslu? „Já, mér fannst það,“ segir hann. „Það hefur samt bara ekkert að segja. Það skiptir engu máli þó að mér finnist þetta ósanngjarnt. Ég var ekkert að hringja í Heimi til að fá einhverjar útskýringar enda hefði það engu breytt um valið. Hlutirnir voru eins og þeir voru og ég þurfti að tækla þetta. Ég var samt mjög svekktur,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir hefur leikið 28 A-landsleiki.vísir/stefánBílslysið sem breytti öllu Miðvörðurinn sterki átti gott tímabil með Wuhan í kínversku B-deildinni og skilaði meira að segja þremur mörkum en Sölvi hefur alltaf verið ógnandi í teig andstæðinganna. Það sem meira er þá spilaði hann 21 leik í röð sem hefur nú ekki alltaf verið í boði hjá honum vegna langvarandi bakmeiðsla sem hafa stöðvað hann í sporunum margsinnis á ferlinum. „Ég vil meina að þetta bílslys hafi haft þessi áhrif,“ segir Sölvi sem hefur oft verið kominn í góðan gír með sínum félagsliðum þegar hann hefur þurft að taka sér kannski fjögurra vikna pásu vegna meiðslanna sem taka sig reglulega upp. Það er samt í raun ótrúlegt að þessi meiðsli – eins erfið og þau eru – séu afleiðing slyssins en ekki hreinlega dauði. „Þetta gerist á föstudeginum þrettánda og ég er 18 ára gamall,“ segir Sölvi er hann rifjar upp þetta svakalega kvöld. „Vinur minn er að keyra frekar hratt og við missum stjórn á bílnum við brúna hjá Hamraborginni. Við förum út af rétt eftir hana þar sem er alveg þokkalegt fall. Við fljúgum einhverja 40 metra í lausu lofti, snúumst í loftinu og lendum á hvolfi ofan á bíl. Höggið sem ég fæ á höfuðið er svakalegt.“ Sölvi fær sér kaffisopa og heldur áfram: „Þakið fer niður í mælaborðið þar sem ég sit og ég kremst niður í gólfið. Við snúumst þarna yfir þrjá aðra bíla og lendum á dekkjunum með þakið kramið niður. Við steinrotumst allir en svo vakna ég með bílþakið í andlitinu á mér. Ég hélt að þetta yrði mitt síðasta. Ég sá lífið blikka fyrr augunum á mér og hélt að þetta væri einfaldlega búið. Þegar ég vaknaði svo aftur var ég svo glaður að þetta var ekki búið.“ Sölvi segir slysið ekki hafa haft nein alvarleg áhrif á sálartetrið. Honum líður ekki alltaf vel í bíl með öðrum og treystir ekki öllum fyrir stýrinu en meira er það ekki. Það er líkaminn sem fór verst út úr þessu. Félagarnir þrír í bílnum sluppu ótrúlega með nokkur beinbrot og mar en bakmeiðsli Sölva hafa alltaf tekið sig upp reglulega allan ferilinn. „Þetta slys hafði mikið að segja og hefur háð mér mikið á ferlinum. Alltaf þegar ég hef verið kominn á gott ról hef ég þurft að taka pásu, misst sæti mitt í liðinu og þurft að vinna það aftur. Þetta dæmi í bakinu er held ég líka arfgengt því pabbi minn er að glíma við þetta núna fimmtugur en það var óþarfi hjá mér að flýta þessu um einhver 25 ár,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir í leik með FC Ural í Rússlandi.vísir/gettyFjarveran erfið Þar sem líkaminn hefur sjaldan eða aldrei verið betri að sögn Sölva er hann langt frá því að leggja skóna á hilluna, enda bara 32 ára gamall. Hann stefnir á að vera úti aðeins lengur en koma svo heim að spila. „Fjarveran frá börnunum mínum er það erfiðasta við þetta allt saman. Ef ég væri barnlaus myndi ég mjólka þetta eins og ég get en nú er ég bara að hugsa um að vera þarna í eitt til tvö ár í viðbót. Mér finnst ég síðan þurfa að koma heim því fjarveran frá krökkunum er svo erfið,“ segir Sölvi, en eru landsliðsdraumarnir að engu orðnir? „Alls ekki. Ég held bara áfram að reyna að bæta mig sem leikmann og vonandi er einhver að fylgjast með því sem ég geri. Ég gefst ekki upp á landsliðinu svo lengi sem ég spila fótbolta,“ segir Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
„Það er óvíst hvort ég verð áfram hjá Wuhan. Liðin í Kína eru mikið að skipta út útlendingunum frá ári til árs,“ segir fótboltamaðurinn Sölvi Geir Ottesen er hann dreypir á kaffibolla í Borgartúninu í Reykjavík. Norðanmaðurinn og Víkingurinn er búinn að vera í um mánuð heima á Íslandi eftir að tímabilinu í Kína lauk þar sem hann spilar með Wuhan Zall í B-deildinni. Hann er búinn að vera í þrjú ár langt frá þessum „hefðbundnu“ löndum sem íslenskir atvinnumenn sækja í. Fyrir þremur árum fór hann til Rússlands og undanfarin tvö ár hefur hann verið í Kína. „Hjá Jiangsu Sainty þar sem ég var í fyrra var öllum útlendingunum skipt út eftir tímabilið og það var sjötta árið í röð sem það var gert. Ef liðin vinna ekki deildina eru bara allir látnir fara,“ segir Sölvi og hlær við en Jiangsu var langt frá því að vinna deildina en Sölvi varð þó bikarmeistari með liðinu ásamt Viðari Erni Kjartanssyni. Þeir voru báðir látnir róa að tímabilinu loknu þegar risastór styrktaraðili kom inn í dæmið og keypti stórstjörnur á borð við Ramires frá Chelsea og Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk. „Það má bara vera með þrjá útlendinga og flest liðin stóla á sóknarmenn þegar kemur að útlendingakaupum. Þegar þessir peningar komu þarna inn var ekkert pláss fyrir íslenskan varnarmann lengur. Ég stóð mig vel, það var ekkert yfir minni frammistöðu að kvarta. Það þýðir samt ekki að ég gæti ekki þurft að fara. Ég held meira að segja að þjálfarinn minn vilji fara þessa leið og þá er ekkert pláss fyrir mig lengur,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir varð danskur meistari með FCK.vísir/gettyPeningurinn góður Sölvi fæddist á Akureyri, fluttist í Smáíbúðahverfið tíu ára og spilaði svo sem atvinnumaður í Svíþjóð og í Danmörku. Það var því mikið kúltúrsjokk fyrir hann að fara fyrst til Rússlands og svo til Kína. „Þetta er búið að vera fínt,“ segir hann um dvölina í austrinu. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi menningarheimur en ég reyni bara að gera gott úr þessu. Þetta er mikið bara ég með sjálfum mér að reyna að finna mér eitthvað að gera. Þetta er erfitt en getur á sama tíma verið þægilegt á stundum. Maður þarf bara að fara með jákvætt hugarfar inn í svona pakka. Þetta er bara markmið sem maður setur sér og ætlar að ná þannig að það þýðir ekkert að kvarta yfir hlutum sem geta komið upp á. Ég er ekkert kominn inn í menninguna að ráði. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára,“ segir Sölvi. Það vakti athygli þegar Sölvi fór til Kína til að byrja með í fyrra og hvað þá þegar hann fór niður í B-deildina fyrir síðustu leiktíð. Aðspurður hver hugsunin með þessu ævintýri í Rússlandi og Kína var kemur hann hreint fram: „Þetta er vel borgað, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kemst ekkert í svona pakka annars staðar,“ segir hann, en má þá lýsa þessu bara sem vertíð þar sem miðvörðurinn er að safna í sjóð til framtíðar? „Já, það má segja það. Ég er samt með bullandi metnað og varð til dæmis mjög svekktur að vera ekki valinn í landsliðið í sumar á EM. Ég er alltaf að reyna að bæta mig. Metnaðurinn er alls ekki farinn þó að ég sé að taka fjárhagslega öruggari ákvarðanir,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir komst ekki í EM-hópinn.vísir/arnþórSvekktur en ekkert sjokk Þrátt fyrir að vera fastamaður í landsliðshópnum undanfarin ár var Sölvi ekki einn af þeim 23 heppnu sem fengu að fara á EM í Frakklandi. Hann spilaði vináttuleik gegn Finnlandi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í janúar en var svo ekki valinn í landsleikina gegn Danmörku og Grikklandi í mars. Þá fór hann að gruna ýmislegt. „Ég vissi ekki að ég yrði ekki valinn fyrr en daginn sem hópurinn var tilkynntur. Ég var ekkert varaður við. Ég bjóst samt alveg við þessu þar sem ég var búinn að vera í öllum hópum fram að þessum leikjum gegn Dönum og Grikkjum. Mér fannst spes að vera ekki valinn í þann hóp á þeim tíma en á sama tíma grunaði mig að Heimir og Lars ætluðu að gera einhverjar breytingar. Ég var alveg undirbúinn fyrir breytingarnar þannig að sjokkið var ekki mikið þegar hópurinn var kynntur. Ég var bara svekktur eins og við mátti búast en lífið heldur áfram,“ segir Sölvi. Hann segist ekki hafa heyrt í Heimi Hallgrímssyni síðan í landsliðsferðinni í janúar. En hvernig var að horfa á þetta einn í Kína eftir allt svekkelsið? „Ég var mjög glaður fyrir hönd strákanna en það var alltaf eitthvað sem sat í manni hvort sem það var biturleiki eða eitthvað. Meira svekkelsi samt. Ég gat heldur ekkert fylgst með leikjunum því þeir voru klukkan fjögur á næturnar. Það var einn sem byrjaði fyrr um daginn sem ég sá,“ segir Sölvi, en fannst honum ósanngjarnt að gengið væri fram hjá honum, 32 ára með alla þessa reynslu? „Já, mér fannst það,“ segir hann. „Það hefur samt bara ekkert að segja. Það skiptir engu máli þó að mér finnist þetta ósanngjarnt. Ég var ekkert að hringja í Heimi til að fá einhverjar útskýringar enda hefði það engu breytt um valið. Hlutirnir voru eins og þeir voru og ég þurfti að tækla þetta. Ég var samt mjög svekktur,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir hefur leikið 28 A-landsleiki.vísir/stefánBílslysið sem breytti öllu Miðvörðurinn sterki átti gott tímabil með Wuhan í kínversku B-deildinni og skilaði meira að segja þremur mörkum en Sölvi hefur alltaf verið ógnandi í teig andstæðinganna. Það sem meira er þá spilaði hann 21 leik í röð sem hefur nú ekki alltaf verið í boði hjá honum vegna langvarandi bakmeiðsla sem hafa stöðvað hann í sporunum margsinnis á ferlinum. „Ég vil meina að þetta bílslys hafi haft þessi áhrif,“ segir Sölvi sem hefur oft verið kominn í góðan gír með sínum félagsliðum þegar hann hefur þurft að taka sér kannski fjögurra vikna pásu vegna meiðslanna sem taka sig reglulega upp. Það er samt í raun ótrúlegt að þessi meiðsli – eins erfið og þau eru – séu afleiðing slyssins en ekki hreinlega dauði. „Þetta gerist á föstudeginum þrettánda og ég er 18 ára gamall,“ segir Sölvi er hann rifjar upp þetta svakalega kvöld. „Vinur minn er að keyra frekar hratt og við missum stjórn á bílnum við brúna hjá Hamraborginni. Við förum út af rétt eftir hana þar sem er alveg þokkalegt fall. Við fljúgum einhverja 40 metra í lausu lofti, snúumst í loftinu og lendum á hvolfi ofan á bíl. Höggið sem ég fæ á höfuðið er svakalegt.“ Sölvi fær sér kaffisopa og heldur áfram: „Þakið fer niður í mælaborðið þar sem ég sit og ég kremst niður í gólfið. Við snúumst þarna yfir þrjá aðra bíla og lendum á dekkjunum með þakið kramið niður. Við steinrotumst allir en svo vakna ég með bílþakið í andlitinu á mér. Ég hélt að þetta yrði mitt síðasta. Ég sá lífið blikka fyrr augunum á mér og hélt að þetta væri einfaldlega búið. Þegar ég vaknaði svo aftur var ég svo glaður að þetta var ekki búið.“ Sölvi segir slysið ekki hafa haft nein alvarleg áhrif á sálartetrið. Honum líður ekki alltaf vel í bíl með öðrum og treystir ekki öllum fyrir stýrinu en meira er það ekki. Það er líkaminn sem fór verst út úr þessu. Félagarnir þrír í bílnum sluppu ótrúlega með nokkur beinbrot og mar en bakmeiðsli Sölva hafa alltaf tekið sig upp reglulega allan ferilinn. „Þetta slys hafði mikið að segja og hefur háð mér mikið á ferlinum. Alltaf þegar ég hef verið kominn á gott ról hef ég þurft að taka pásu, misst sæti mitt í liðinu og þurft að vinna það aftur. Þetta dæmi í bakinu er held ég líka arfgengt því pabbi minn er að glíma við þetta núna fimmtugur en það var óþarfi hjá mér að flýta þessu um einhver 25 ár,“ segir Sölvi Geir.Sölvi Geir í leik með FC Ural í Rússlandi.vísir/gettyFjarveran erfið Þar sem líkaminn hefur sjaldan eða aldrei verið betri að sögn Sölva er hann langt frá því að leggja skóna á hilluna, enda bara 32 ára gamall. Hann stefnir á að vera úti aðeins lengur en koma svo heim að spila. „Fjarveran frá börnunum mínum er það erfiðasta við þetta allt saman. Ef ég væri barnlaus myndi ég mjólka þetta eins og ég get en nú er ég bara að hugsa um að vera þarna í eitt til tvö ár í viðbót. Mér finnst ég síðan þurfa að koma heim því fjarveran frá krökkunum er svo erfið,“ segir Sölvi, en eru landsliðsdraumarnir að engu orðnir? „Alls ekki. Ég held bara áfram að reyna að bæta mig sem leikmann og vonandi er einhver að fylgjast með því sem ég geri. Ég gefst ekki upp á landsliðinu svo lengi sem ég spila fótbolta,“ segir Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira