Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan leitar nú árásarmannsins. Myndin er úr safni.
Lögreglan leitar nú árásarmannsins. Myndin er úr safni. vísir/epa
Einn er látinn eftir skotárás á Austurbrú í Kaupmannahöfn í Danmörku í nótt. Þrír særðust í árásinni, en eru ekki í lífshættu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við árásina.

Lögreglu barst tilkynning um árásina um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Hún átti sér stað á Hans-Knudsen torgi og var stórt svæði umhverfis torgið girt af í kjölfarið.

Vitni segja árásarmanninn hafa komið akandi, hleypt af byssunni og keyrt á brott. Lögregla hefur hins vegar ekkert viljað fullyrða í þeim efnum. Brunnið flak bíls í sama lit og bíllinn sem sjónarvottar segjast hafa séð fannst í  nótt og er það til rannsóknar.

Maðurinn sem lést var þrítugur karlmaður búsettur í Kaupmannahöfn. Tveir þeirra sem særðust í árásinni voru fluttir af vettvangi með sjúkrabíl, en sá þriðji leitaði sér sjálfur aðhlynningar, að því er segir á vef Berlingske.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×