Predikari er nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum þar sem hann hefur látið íbúa heyra það. hefur hann stillt sér upp í Olís-búðinni í Bolungarvík, gengið um götur Hnífsdals og hrópað á Hnífsdælinga að þeir séu á leið til helvítis. Var haft samband við lögregluna á Vestfjörðum sem ræddi við manninn.
Greint er frá því á vef ísfirska fréttavefsins Bæjarins besta að predikarinn hefði stillt sér upp fyrir framan Menntaskólann á Ísafirði nú síðdegis þar sem hann varaði við kynvillu og kynlífi fyrir hjónaband.
Þessi predikari rataði í fréttirnar í október síðastliðnum þegar hann áreitti nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð ásamt konu sinni. Hann sjálfur er frá Sviss en konan hans frá Bandaríkjunum. Hún er farin af landi brott samkvæmt heimildum fréttastofu og hann því einn eftir á leið sinni um landið.
Predikari sagði Djúpverjum að þeir væru á leið til helvítis

Tengdar fréttir

MH-ingar hæddust að helvítispredikurum
Lögreglan þurfti að fjarlægja trúboðana af Klambratúni hvar stóðu yfir leikjadagar MH og Kvennó.