„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:18 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður flokksins koma til fundar við Katrínu Jakobsdóttur í liðinni viku. vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49
Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01