Erlent

Kólumbíustjórn og Farc undirrita nýjan friðarsamning

Atli ísleifsson skrifar
Kólumbíska þjóðin hafnaði friðarsamningi kólumbíska ríkisins og Farc í þjóðaratkvæðagreiðslu í október.
Kólumbíska þjóðin hafnaði friðarsamningi kólumbíska ríkisins og Farc í þjóðaratkvæðagreiðslu í október. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Kólumbíu og uppreisnarhópurinn Farc munu skrifa undir nýjan friðarsamning í höfuðborginni Bogotá á morgun.

Fulltrúar samningsnefnda beggja aðila segja að komist hafi verið að samkomulagi um að undirrita samninginn til að binda enda á langvinnar deilur og koma á varanlegum friði í landinu.

Kólumbíska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu í október friðarsamningi sem skrifað hafði verið undir, en niðurstaðan þótti óvænt þar sem skoðanakannanir höfðu allar bent til öruggs sigurs stuðningsmanna samkomulagsins.

Greint var frá því þann 12. nóvember síðastliðinn að unnið væri að nýju samkomulagi.

Kólumbíska þingið þarf að staðfesta nýja samninginn til að hann taki gildi og verður hann ekki lagður í þjóðaratkvæði.

Áætlað er að um 260 þúsund manns hafi látið lífið í átökum kólumbísku stjórnarinnar og Farc-liða á síðustu fimmtíu árum.

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, mun taka við friðarverðlaunum Nóbels í næsta mánuði fyrir tilraunir sínar til að koma á friði í landinu.


Tengdar fréttir

Reynt að bjarga friðarsamkomulagi

Hvorki Santos Kólumbíuforseti né Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar FARC, virðast hafa mikinn áhuga á að hefja hernað á ný, þótt friðarsamkomulag hafi verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur hafa þegar komið fra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×