Friðrik Rúnar: „Afleitt að hafa kallað yfir ykkur þá angist og óvissukvöl sem því fylgdi að ég skyldi týnast“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:06 Friðrik Rúnar segir að án hundsins Mola hefði hann ekki lifað þrekraunina af. Vísir/Friðrik Þór Friðrik Rúnar Garðarsson, rjúpnaskyttan sem komst í leitirnar á sunnudag eftir stórfellda leit hefur nú tjáð sig um leitina á Facebook síðu sinni. Þar ávarpar hann fjölskyldu, ástvini, veiðifélaga, samferðafólk og landsmenn alla. „Við ykkur fólkið sem þekkir mig og ég er kær vil ég segja að mér finnst afleitt að hafa kallað yfir ykkur þá angist og óvissukvöl sem því fylgdi að ég skyldi týnast og vera saknað í svo langan tíma. Það er auðvitað ekki nokkur leið fyrir mig að bæta ykkur fyrir og því finnst mér hafa verið lögð á herðar mér ævilöng skuldbinding um að vera ábyrgari, áreiðanlegri, betri og „gjafmildari“ maður í tengslalegu tilliti en ég hef séð mér fært að vera hingað til í samskiptum mínum við margt samferðafólk mitt,“ skrifar Friðrik Rúnar. Friðrik Rúnar segist jafnframt þakklátur öllu því björgunarsveitarfólki sem tók þátt í leitinni en alls óku um 440 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni sem hófst á föstudagskvöld og endaði með fundi Friðriks á sunnudag. „Ég vildi óska ég gæti með einhverjum hætti tjáð eða túlkað hversu þakklátur ég er ykkur, bjargvættunum sem ég á líf mitt að launa. Ég vona einnig að ég eigi eftir að hitta þá vösku vélsleðagarpa sem brutust í erfiðum skilyrðum upp á fjallið og fundu mig til að þakka þeim lífsbjörgina því mér gafst ekkert ráðrúm til að tjá mig við þá áður en ég var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur til Reykjavíkur eftir stutta viðkomu á Egilsstaðaflugvelli.“ Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði voru send austur á laugardag.Vísir/Landsbjörg Segir aðgangshörku fjölmiðla óviðeigandi Friðrik vandar þó fjölmiðlum ekki kveðjurnar og segir aðgangshörku fjölmiðla að honum þegar hann lenti með þyrlu við Landspítalann óviðeigandi. „Annað sem stendur upp úr sem ekki er jafn jákvætt er aðgangsharka fjölmiðla við og eftir komu mína á Landspítalann. Ég verð að viðurkenna að ég leiddi hugann ekki að því fyrr en eftir á hvað það var í raun óviðeigandi að stilla sér upp við þyrlupallinn og taka nærmyndir af því þegar tilfinningaþrungnir endurfundir áttu sér stað hvort sem ég var að knúsa mömmu mína og systur eða kyssa kærustuna,“ skrifar Friðrik og heldur áfram. „Í aðstæðunum reyndi ég auðvitað að bera mig vel og svara spurningum þeirra eftir bestu vitund en mér finnast mörk fjölmiðla hljóta að eiga liggja utan við formlega læknismeðferð eftir svona hrakningar og að fjölskyldur megi sameinast á ný án þess að það sé myndefni frétta.“Flestir veiðimenn með öryggismál í lagi Hann segist hafa klikkað á grundvallaratriðum og segir mikilvægt að almenningur sem ekki stundi veiðar átti sig á því að veiðimenn séu upp til hópa með öryggis- og sjálfsábyrgðarmál í lagi. „Þó í því felist engin afsökun þá vill oft verða svo þegar maður er staddur á kunnuglegum slóðum með sínum föstu veiðifélögum að kæruleysisþröskuldurinn lækkar og öryggið ekki í þeim hávegum haft sem því ber. Ég vil nota tækifærið og hrósa málsvara okkar skotveiðimanna fyrir skeleggan málflutning og vel rökstudd svör við spurningum síðar í sama kastljóssþætti.“ Að lokum segist Friðrik Rúnar standa í þakkarskuld við sjö ára hundinn sinn Mola og telur Friðrik Rúnar að hann hefði ekki lifað þetta af án hundsins. „Síðast en ekki síst er það hundurinn minn, hann Moli. Hann er orðinn sjö ára og stendur á hápunkti lífs síns og atgervis. Við höfum eitt ófáum stundunum saman á göngu, við æfingar sem og veiðar. Ég veit að ég hefði ekki lifað þetta af án hans. Hann fylgdi mér eins og skugginn allan daginn og kúrði hjá mér í snjónum á nóttunni. Ég varð viðskila við hann á melnum þar sem ég var hífður um borð í þyrluna og hef ekki séð hann síðan nema bara í sjónvarpinu. Að vísu hefur ekki væst um hann þar sem hann er niðurkominn og ég veit að hann er í góðu yfirlæti.“ Færslu Friðriks Rúnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Elsku fjölskylda, ástvinir, veiðifélagar fornir og nýir, annað samferðafólk og síðast en ekki síst landsmenn allir Atburðarás síðastliðinna daga míns lífs hefur verið svo margbrotin að ég er rétt nýfarinn að átta mig á umfanginu. Eitt var að villast frá vinum sínum og þurfa að hafast við utan dyra í tvær nætur í vetrarhörkum á fjöllum en annað að verða þess áskynja eftir á hver áhrifin voru á félaga mína, vini, fjölskyldu; og í einhverjum skilningi samfélagið allt. Ég hef nú þegar fengið gott tækifæri til að koma frásögn og upplifun minni af þessari reynslu á framfæri í Kastljósi og er þakklátur RÚV fyrir það en hyggst ekki fara frekari orðum um veru mína á fjallinu sem slíka núna heldur langar mig að drepa á nokkrum atriðum örðum sem mér finnast rísa hærra og hærra upp úr ólgandi iðunni eftir því sem lengra frá líður. Núna eru mér efstar í huga allar þær kveðjur og orðsendingar sem mér hafa borist frá fólki sem ég tengist og er samanlagður skilaboðafjöldi til mín gegnum tölvupóst og aðra samfélagsmiðla farinn að nálgast þúsund og ég hef ekki einu sinni komist til að opna þau öll hvað þá svara. Við ykkur fólkið sem þekkir mig og ég er kær vil ég segja að mér finnst afleitt að hafa kallað yfir ykkur þá angist og óvissukvöl sem því fylgdi að ég skildi týnast og vera saknað í svo langan tíma. Það er auðvitað ekki nokkur leið fyrir mig að bæta ykkur fyrir og því finnst mér hafa verið lögð á herðar mér ævilöng skuldbinding um að vera ábyrgari, áreiðanlegri, betri og “gjafmildari” maður í tengslalegu tilliti en ég hef séð mér fært að vera hingað til í samskiptum mínum við margt samferðafólk mitt. Einnig er það björgunarsveitarfólkið sem tók þátt í að skipuleggja og framkvæma leitina. Í þessum hópi eru nokkrir aðilar sem ég þekki og veit að það var fyrir tilstilli sumra þeirra hvað leitinni var hrundið kröftuglega af stað strax á föstudagskvöldinu. Ég vildi óska ég gæti með einhverjum hætti tjáð eða túlkað hversu þakklátur ég er ykkur, bjargvættunum sem ég á líf mitt að launa. Ég vona einnig að ég eigi eftir að hitta þá vösku vélsleðagarpa sem brutust í erfiðum skilyrðum upp á fjallið og fundu mig til að þakka þeim lífsbjörgina því mér gafst ekkert ráðrúm til að tjá mig við þá áður en ég var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur til Reykjavíkur eftir stutta viðkomu á Egilsstaðaflugvelli. Annað sem stendur upp úr sem ekki er jafn jákvætt er aðgangsharka fjölmiðla við og eftir komu mína á Landspítalann. Ég verð að viðurkenna að ég leiddi hugann ekki að því fyrr en eftir á hvað það var í raun óviðeigandi að stilla sér upp við þyrlupallinn og taka nærmyndir af því þegar tilfinningaþrungnir endurfundir áttu sér stað hvort sem ég var að knúsa mömmu mína og systur eða kyssa kærustuna. Í aðstæðunum reyndi ég auðvitað að bera mig vel og svara spurningum þeirra eftir bestu vitund en mér finnast mörk fjölmiðla hljóta að eiga liggja utan við formlega læknismeðferð eftir svona hrakningar og að fjölskyldur megi sameinast á ný án þess að það sé myndefni frétta. En nóg um það. Við aðrar rjúpnaskyttur og veiðimenn vil ég segja að ég klikkaði þarna á algerum grundvallaratriðum. Þó í því felist engin afsökun þá vill oft verða svo þegar maður er staddur á kunnuglegum slóðum með sínum föstu veiðifélögum að kæruleysisþröskuldurinn lækkar og öryggið ekki í þeim hávegum haft sem því ber. Ég vil nota tækifærið og hrósa málsvara okkar skotveiðimanna fyrir skeleggan málflutning og vel rökstudd svör við spurningum síðar í sama kastljóssþætti. Það er mikilvægt að almenningur sem ekki stundar veiðar átti sig á því að veiðimenn eru upp til hópa með öryggis- og sjálfsábyrgðarmál í lagi við veiðar eins og staðtölur sýna svo glöggt þegar horft er til alls þess fjölda sem gengur til veiða á yfirhelguðum veiðidögum. Síðast en ekki síst er það hundurinn minn, hann Moli. Hann er orðinn sjö ára og stendur á hápunkti lífs síns og atgervis. Við höfum eitt ófáum stundunum saman á göngu, við æfingar sem og veiðar. Ég veit að ég hefði ekki lifað þetta af án hans. Hann fylgdi mér eins og skugginn allan daginn og kúrði hjá mér í snjónum á nóttunni. Ég varð viðskila við hann á melnum þar sem ég var hífður um borð í þyrluna og hef ekki séð hann síðan nema bara í sjónvarpinu. Að vísu hefur ekki væst um hann þar sem hann er niðurkominn og ég veit að hann er í góðu yfirlæti. Ég vil láta þessa mynd af okkur vinunum fylgja með en hún lýsir okkar sambandi alveg prýðilega. Með gleði og þakklæti yfir enn einu tækifærinu til að halda áfram að lifa, Friðrik Rúnar Garðarsson Skotveiði Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Langafi Friðriks komst lífs af eftir hrakningar á fjöllum: „Tilveran breyttist mikið“ Langafi Friðriks Rúnars Garðarssonar lenti í sex daga hrakningum á fjöllum. Örlögin biðu hans þegar hann komst aftur til byggða. 22. nóvember 2016 11:58 Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði. 18. nóvember 2016 20:39 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Rjúpnaskyttu leitað í alla nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í alla nótt leitað manns sem gekk í gær til rjúpna austur á Héraði. 19. nóvember 2016 07:38 Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu 450 björgunarsveitarmenn víða af landinu leituðu um helgina að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki af skytteríi á föstudagskvöld. Maðurinn fannst heill á húfi í gærmorgunn eftir tvær nætur í snjóbyrgjum. 21. nóvember 2016 06:00 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Friðrik Rúnar Garðarsson, rjúpnaskyttan sem komst í leitirnar á sunnudag eftir stórfellda leit hefur nú tjáð sig um leitina á Facebook síðu sinni. Þar ávarpar hann fjölskyldu, ástvini, veiðifélaga, samferðafólk og landsmenn alla. „Við ykkur fólkið sem þekkir mig og ég er kær vil ég segja að mér finnst afleitt að hafa kallað yfir ykkur þá angist og óvissukvöl sem því fylgdi að ég skyldi týnast og vera saknað í svo langan tíma. Það er auðvitað ekki nokkur leið fyrir mig að bæta ykkur fyrir og því finnst mér hafa verið lögð á herðar mér ævilöng skuldbinding um að vera ábyrgari, áreiðanlegri, betri og „gjafmildari“ maður í tengslalegu tilliti en ég hef séð mér fært að vera hingað til í samskiptum mínum við margt samferðafólk mitt,“ skrifar Friðrik Rúnar. Friðrik Rúnar segist jafnframt þakklátur öllu því björgunarsveitarfólki sem tók þátt í leitinni en alls óku um 440 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni sem hófst á föstudagskvöld og endaði með fundi Friðriks á sunnudag. „Ég vildi óska ég gæti með einhverjum hætti tjáð eða túlkað hversu þakklátur ég er ykkur, bjargvættunum sem ég á líf mitt að launa. Ég vona einnig að ég eigi eftir að hitta þá vösku vélsleðagarpa sem brutust í erfiðum skilyrðum upp á fjallið og fundu mig til að þakka þeim lífsbjörgina því mér gafst ekkert ráðrúm til að tjá mig við þá áður en ég var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur til Reykjavíkur eftir stutta viðkomu á Egilsstaðaflugvelli.“ Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði voru send austur á laugardag.Vísir/Landsbjörg Segir aðgangshörku fjölmiðla óviðeigandi Friðrik vandar þó fjölmiðlum ekki kveðjurnar og segir aðgangshörku fjölmiðla að honum þegar hann lenti með þyrlu við Landspítalann óviðeigandi. „Annað sem stendur upp úr sem ekki er jafn jákvætt er aðgangsharka fjölmiðla við og eftir komu mína á Landspítalann. Ég verð að viðurkenna að ég leiddi hugann ekki að því fyrr en eftir á hvað það var í raun óviðeigandi að stilla sér upp við þyrlupallinn og taka nærmyndir af því þegar tilfinningaþrungnir endurfundir áttu sér stað hvort sem ég var að knúsa mömmu mína og systur eða kyssa kærustuna,“ skrifar Friðrik og heldur áfram. „Í aðstæðunum reyndi ég auðvitað að bera mig vel og svara spurningum þeirra eftir bestu vitund en mér finnast mörk fjölmiðla hljóta að eiga liggja utan við formlega læknismeðferð eftir svona hrakningar og að fjölskyldur megi sameinast á ný án þess að það sé myndefni frétta.“Flestir veiðimenn með öryggismál í lagi Hann segist hafa klikkað á grundvallaratriðum og segir mikilvægt að almenningur sem ekki stundi veiðar átti sig á því að veiðimenn séu upp til hópa með öryggis- og sjálfsábyrgðarmál í lagi. „Þó í því felist engin afsökun þá vill oft verða svo þegar maður er staddur á kunnuglegum slóðum með sínum föstu veiðifélögum að kæruleysisþröskuldurinn lækkar og öryggið ekki í þeim hávegum haft sem því ber. Ég vil nota tækifærið og hrósa málsvara okkar skotveiðimanna fyrir skeleggan málflutning og vel rökstudd svör við spurningum síðar í sama kastljóssþætti.“ Að lokum segist Friðrik Rúnar standa í þakkarskuld við sjö ára hundinn sinn Mola og telur Friðrik Rúnar að hann hefði ekki lifað þetta af án hundsins. „Síðast en ekki síst er það hundurinn minn, hann Moli. Hann er orðinn sjö ára og stendur á hápunkti lífs síns og atgervis. Við höfum eitt ófáum stundunum saman á göngu, við æfingar sem og veiðar. Ég veit að ég hefði ekki lifað þetta af án hans. Hann fylgdi mér eins og skugginn allan daginn og kúrði hjá mér í snjónum á nóttunni. Ég varð viðskila við hann á melnum þar sem ég var hífður um borð í þyrluna og hef ekki séð hann síðan nema bara í sjónvarpinu. Að vísu hefur ekki væst um hann þar sem hann er niðurkominn og ég veit að hann er í góðu yfirlæti.“ Færslu Friðriks Rúnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Elsku fjölskylda, ástvinir, veiðifélagar fornir og nýir, annað samferðafólk og síðast en ekki síst landsmenn allir Atburðarás síðastliðinna daga míns lífs hefur verið svo margbrotin að ég er rétt nýfarinn að átta mig á umfanginu. Eitt var að villast frá vinum sínum og þurfa að hafast við utan dyra í tvær nætur í vetrarhörkum á fjöllum en annað að verða þess áskynja eftir á hver áhrifin voru á félaga mína, vini, fjölskyldu; og í einhverjum skilningi samfélagið allt. Ég hef nú þegar fengið gott tækifæri til að koma frásögn og upplifun minni af þessari reynslu á framfæri í Kastljósi og er þakklátur RÚV fyrir það en hyggst ekki fara frekari orðum um veru mína á fjallinu sem slíka núna heldur langar mig að drepa á nokkrum atriðum örðum sem mér finnast rísa hærra og hærra upp úr ólgandi iðunni eftir því sem lengra frá líður. Núna eru mér efstar í huga allar þær kveðjur og orðsendingar sem mér hafa borist frá fólki sem ég tengist og er samanlagður skilaboðafjöldi til mín gegnum tölvupóst og aðra samfélagsmiðla farinn að nálgast þúsund og ég hef ekki einu sinni komist til að opna þau öll hvað þá svara. Við ykkur fólkið sem þekkir mig og ég er kær vil ég segja að mér finnst afleitt að hafa kallað yfir ykkur þá angist og óvissukvöl sem því fylgdi að ég skildi týnast og vera saknað í svo langan tíma. Það er auðvitað ekki nokkur leið fyrir mig að bæta ykkur fyrir og því finnst mér hafa verið lögð á herðar mér ævilöng skuldbinding um að vera ábyrgari, áreiðanlegri, betri og “gjafmildari” maður í tengslalegu tilliti en ég hef séð mér fært að vera hingað til í samskiptum mínum við margt samferðafólk mitt. Einnig er það björgunarsveitarfólkið sem tók þátt í að skipuleggja og framkvæma leitina. Í þessum hópi eru nokkrir aðilar sem ég þekki og veit að það var fyrir tilstilli sumra þeirra hvað leitinni var hrundið kröftuglega af stað strax á föstudagskvöldinu. Ég vildi óska ég gæti með einhverjum hætti tjáð eða túlkað hversu þakklátur ég er ykkur, bjargvættunum sem ég á líf mitt að launa. Ég vona einnig að ég eigi eftir að hitta þá vösku vélsleðagarpa sem brutust í erfiðum skilyrðum upp á fjallið og fundu mig til að þakka þeim lífsbjörgina því mér gafst ekkert ráðrúm til að tjá mig við þá áður en ég var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur til Reykjavíkur eftir stutta viðkomu á Egilsstaðaflugvelli. Annað sem stendur upp úr sem ekki er jafn jákvætt er aðgangsharka fjölmiðla við og eftir komu mína á Landspítalann. Ég verð að viðurkenna að ég leiddi hugann ekki að því fyrr en eftir á hvað það var í raun óviðeigandi að stilla sér upp við þyrlupallinn og taka nærmyndir af því þegar tilfinningaþrungnir endurfundir áttu sér stað hvort sem ég var að knúsa mömmu mína og systur eða kyssa kærustuna. Í aðstæðunum reyndi ég auðvitað að bera mig vel og svara spurningum þeirra eftir bestu vitund en mér finnast mörk fjölmiðla hljóta að eiga liggja utan við formlega læknismeðferð eftir svona hrakningar og að fjölskyldur megi sameinast á ný án þess að það sé myndefni frétta. En nóg um það. Við aðrar rjúpnaskyttur og veiðimenn vil ég segja að ég klikkaði þarna á algerum grundvallaratriðum. Þó í því felist engin afsökun þá vill oft verða svo þegar maður er staddur á kunnuglegum slóðum með sínum föstu veiðifélögum að kæruleysisþröskuldurinn lækkar og öryggið ekki í þeim hávegum haft sem því ber. Ég vil nota tækifærið og hrósa málsvara okkar skotveiðimanna fyrir skeleggan málflutning og vel rökstudd svör við spurningum síðar í sama kastljóssþætti. Það er mikilvægt að almenningur sem ekki stundar veiðar átti sig á því að veiðimenn eru upp til hópa með öryggis- og sjálfsábyrgðarmál í lagi við veiðar eins og staðtölur sýna svo glöggt þegar horft er til alls þess fjölda sem gengur til veiða á yfirhelguðum veiðidögum. Síðast en ekki síst er það hundurinn minn, hann Moli. Hann er orðinn sjö ára og stendur á hápunkti lífs síns og atgervis. Við höfum eitt ófáum stundunum saman á göngu, við æfingar sem og veiðar. Ég veit að ég hefði ekki lifað þetta af án hans. Hann fylgdi mér eins og skugginn allan daginn og kúrði hjá mér í snjónum á nóttunni. Ég varð viðskila við hann á melnum þar sem ég var hífður um borð í þyrluna og hef ekki séð hann síðan nema bara í sjónvarpinu. Að vísu hefur ekki væst um hann þar sem hann er niðurkominn og ég veit að hann er í góðu yfirlæti. Ég vil láta þessa mynd af okkur vinunum fylgja með en hún lýsir okkar sambandi alveg prýðilega. Með gleði og þakklæti yfir enn einu tækifærinu til að halda áfram að lifa, Friðrik Rúnar Garðarsson
Skotveiði Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Langafi Friðriks komst lífs af eftir hrakningar á fjöllum: „Tilveran breyttist mikið“ Langafi Friðriks Rúnars Garðarssonar lenti í sex daga hrakningum á fjöllum. Örlögin biðu hans þegar hann komst aftur til byggða. 22. nóvember 2016 11:58 Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði. 18. nóvember 2016 20:39 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Rjúpnaskyttu leitað í alla nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í alla nótt leitað manns sem gekk í gær til rjúpna austur á Héraði. 19. nóvember 2016 07:38 Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu 450 björgunarsveitarmenn víða af landinu leituðu um helgina að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki af skytteríi á föstudagskvöld. Maðurinn fannst heill á húfi í gærmorgunn eftir tvær nætur í snjóbyrgjum. 21. nóvember 2016 06:00 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30
Langafi Friðriks komst lífs af eftir hrakningar á fjöllum: „Tilveran breyttist mikið“ Langafi Friðriks Rúnars Garðarssonar lenti í sex daga hrakningum á fjöllum. Örlögin biðu hans þegar hann komst aftur til byggða. 22. nóvember 2016 11:58
Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði. 18. nóvember 2016 20:39
Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34
Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18
Rjúpnaskyttu leitað í alla nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í alla nótt leitað manns sem gekk í gær til rjúpna austur á Héraði. 19. nóvember 2016 07:38
Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu 450 björgunarsveitarmenn víða af landinu leituðu um helgina að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki af skytteríi á föstudagskvöld. Maðurinn fannst heill á húfi í gærmorgunn eftir tvær nætur í snjóbyrgjum. 21. nóvember 2016 06:00
Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56