Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 10:49 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. Hann segir menn ekki geta vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir en í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að verið sé að skoða að setja á hátekjuskatt í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. Í færlsu á Facebook-síðu sinni spyr Bjarni hvers vegna fólk sem talar svona sé ekki látið svar fyrir hvað átt er við, en í samtali við Vísi í morgun sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn af þeim sem tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir flokkinn, að ófjármögnuð samgönguáætlun setji strik í reikninginn. Bjarni spyr hvort það geti verið að yfirlýsingar um stöðu ríkisfjármála nú séu „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta? Frá mínum bæjardyrum séð er staðan betri en áður var gert ráð fyrir. Alþingi afgreiddi bæði fjármálaáætlun og fjáraukalög á síðustu mánuðum. Þar er dregin upp skýr mynd af stöðunni. Það helsta sem hefur breyst er að nú horfir til þess að skattar og gjöld skili a.m.k. 10 milljörðum meira til ríkisins en áður var áætlað á næsta ári. Á móti voru réttindi aldraðra og öryrkja aukin töluvert undir lok þingstarfa. Menn geta því ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir. Reyndar er alveg magnað að þegar við erum við hámark hagsveiflunnar sé verið að tala um þörf á nýjum sköttum til að auka útgjöld verulega,“ segir Bjarni í færslu sinni sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. Hann segir menn ekki geta vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir en í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að verið sé að skoða að setja á hátekjuskatt í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. Í færlsu á Facebook-síðu sinni spyr Bjarni hvers vegna fólk sem talar svona sé ekki látið svar fyrir hvað átt er við, en í samtali við Vísi í morgun sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn af þeim sem tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir flokkinn, að ófjármögnuð samgönguáætlun setji strik í reikninginn. Bjarni spyr hvort það geti verið að yfirlýsingar um stöðu ríkisfjármála nú séu „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta? Frá mínum bæjardyrum séð er staðan betri en áður var gert ráð fyrir. Alþingi afgreiddi bæði fjármálaáætlun og fjáraukalög á síðustu mánuðum. Þar er dregin upp skýr mynd af stöðunni. Það helsta sem hefur breyst er að nú horfir til þess að skattar og gjöld skili a.m.k. 10 milljörðum meira til ríkisins en áður var áætlað á næsta ári. Á móti voru réttindi aldraðra og öryrkja aukin töluvert undir lok þingstarfa. Menn geta því ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir. Reyndar er alveg magnað að þegar við erum við hámark hagsveiflunnar sé verið að tala um þörf á nýjum sköttum til að auka útgjöld verulega,“ segir Bjarni í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01
Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09