Tveir spítalar bundnir í bönkunum Hafliði Helgason skrifar 23. nóvember 2016 06:00 Hagnaður bankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. Samanlagt eigið fé þeirra er 660 milljarðar króna. vísir/vilhelm Varlega áætlað má gera ráð fyrir því að ríkið gæti fengið andvirði tveggja hátæknisjúkrahúsa með lækkun eiginfjár í íslenska bankakerfinu. Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna þriggja er frá 25,5% upp í rúm 29% sem er afar hátt í alþjóðlegum samanburði og skýrist m.a. af óvissu vegna losunar gjaldeyrishafta. Líklegt er að ef höft verða losuð með góðum árangri verði eiginfjárkrafa bankanna lækkuð. Ef miðað væri við 20% eiginfjárhlutfall sem er varfærið gætu bankarnir greitt 175 milljarða til eigenda sinna. Ríflega tveir þriðju þess fjár kæmu til ríkisins miðað við núverandi eignarhald. „Þetta er í rauninni dautt fé í hagkerfinu og erfitt fyrir bankana að ná viðunandi ávöxtun á þetta eigið fé,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Hann bætir því við að svona mikil binding að óþörfu sé mjög óhagkvæm fyrir þjóðfélagið. „Þetta hefur því ekki bara áhrif á bankana sjálfa, heldur allt atvinnulífið.“ Ríkið á auk Landsbankans og Íslandsbanka um 13 prósenta hlut í Arion banka. Stefnt er að því að selja hlut í bankanum og skrá hann fyrripart næsta árs. Hátt eiginfjárhlutfall veldur því að ekki er ólíklegt að fjárfestar freistist til að fara skuldsettir í kaup á hlut í bankanum. Hagnaður bankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. Samanlagt eigið fé þeirra er 660 milljarðar króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Varlega áætlað má gera ráð fyrir því að ríkið gæti fengið andvirði tveggja hátæknisjúkrahúsa með lækkun eiginfjár í íslenska bankakerfinu. Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna þriggja er frá 25,5% upp í rúm 29% sem er afar hátt í alþjóðlegum samanburði og skýrist m.a. af óvissu vegna losunar gjaldeyrishafta. Líklegt er að ef höft verða losuð með góðum árangri verði eiginfjárkrafa bankanna lækkuð. Ef miðað væri við 20% eiginfjárhlutfall sem er varfærið gætu bankarnir greitt 175 milljarða til eigenda sinna. Ríflega tveir þriðju þess fjár kæmu til ríkisins miðað við núverandi eignarhald. „Þetta er í rauninni dautt fé í hagkerfinu og erfitt fyrir bankana að ná viðunandi ávöxtun á þetta eigið fé,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Hann bætir því við að svona mikil binding að óþörfu sé mjög óhagkvæm fyrir þjóðfélagið. „Þetta hefur því ekki bara áhrif á bankana sjálfa, heldur allt atvinnulífið.“ Ríkið á auk Landsbankans og Íslandsbanka um 13 prósenta hlut í Arion banka. Stefnt er að því að selja hlut í bankanum og skrá hann fyrripart næsta árs. Hátt eiginfjárhlutfall veldur því að ekki er ólíklegt að fjárfestar freistist til að fara skuldsettir í kaup á hlut í bankanum. Hagnaður bankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. Samanlagt eigið fé þeirra er 660 milljarðar króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira