Tveir spítalar bundnir í bönkunum Hafliði Helgason skrifar 23. nóvember 2016 06:00 Hagnaður bankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. Samanlagt eigið fé þeirra er 660 milljarðar króna. vísir/vilhelm Varlega áætlað má gera ráð fyrir því að ríkið gæti fengið andvirði tveggja hátæknisjúkrahúsa með lækkun eiginfjár í íslenska bankakerfinu. Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna þriggja er frá 25,5% upp í rúm 29% sem er afar hátt í alþjóðlegum samanburði og skýrist m.a. af óvissu vegna losunar gjaldeyrishafta. Líklegt er að ef höft verða losuð með góðum árangri verði eiginfjárkrafa bankanna lækkuð. Ef miðað væri við 20% eiginfjárhlutfall sem er varfærið gætu bankarnir greitt 175 milljarða til eigenda sinna. Ríflega tveir þriðju þess fjár kæmu til ríkisins miðað við núverandi eignarhald. „Þetta er í rauninni dautt fé í hagkerfinu og erfitt fyrir bankana að ná viðunandi ávöxtun á þetta eigið fé,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Hann bætir því við að svona mikil binding að óþörfu sé mjög óhagkvæm fyrir þjóðfélagið. „Þetta hefur því ekki bara áhrif á bankana sjálfa, heldur allt atvinnulífið.“ Ríkið á auk Landsbankans og Íslandsbanka um 13 prósenta hlut í Arion banka. Stefnt er að því að selja hlut í bankanum og skrá hann fyrripart næsta árs. Hátt eiginfjárhlutfall veldur því að ekki er ólíklegt að fjárfestar freistist til að fara skuldsettir í kaup á hlut í bankanum. Hagnaður bankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. Samanlagt eigið fé þeirra er 660 milljarðar króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Varlega áætlað má gera ráð fyrir því að ríkið gæti fengið andvirði tveggja hátæknisjúkrahúsa með lækkun eiginfjár í íslenska bankakerfinu. Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna þriggja er frá 25,5% upp í rúm 29% sem er afar hátt í alþjóðlegum samanburði og skýrist m.a. af óvissu vegna losunar gjaldeyrishafta. Líklegt er að ef höft verða losuð með góðum árangri verði eiginfjárkrafa bankanna lækkuð. Ef miðað væri við 20% eiginfjárhlutfall sem er varfærið gætu bankarnir greitt 175 milljarða til eigenda sinna. Ríflega tveir þriðju þess fjár kæmu til ríkisins miðað við núverandi eignarhald. „Þetta er í rauninni dautt fé í hagkerfinu og erfitt fyrir bankana að ná viðunandi ávöxtun á þetta eigið fé,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Hann bætir því við að svona mikil binding að óþörfu sé mjög óhagkvæm fyrir þjóðfélagið. „Þetta hefur því ekki bara áhrif á bankana sjálfa, heldur allt atvinnulífið.“ Ríkið á auk Landsbankans og Íslandsbanka um 13 prósenta hlut í Arion banka. Stefnt er að því að selja hlut í bankanum og skrá hann fyrripart næsta árs. Hátt eiginfjárhlutfall veldur því að ekki er ólíklegt að fjárfestar freistist til að fara skuldsettir í kaup á hlut í bankanum. Hagnaður bankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. Samanlagt eigið fé þeirra er 660 milljarðar króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira