Erlent

Rekja vannæringu 11 mánaða drengs til öfgafulls mataræðis móðurinnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Heimil fjölskyldunnar í Pennsylvaníu.
Heimil fjölskyldunnar í Pennsylvaníu. Skjáskot
Móðir í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að vanrækja son sinn en rannsókn lögreglu leiddi í ljós að hún hafi einungis nært hann með hnetum og ávöxtum.

Fram kemur í frétt CBS Pittsburgh af málinu að móðirin, Elizabeth Hawk, hafi fylgt ströngu mataræði og að hún hafi farið fram á að fjölskyldumeðlimir hennar gerðu það einnig.

„Hún ætlaði sér að lifa eingöngu á vatni og sólarljósi,“ sagði mágkona hennar í samtali við fjölmiðla vestanhafs.

Mágkonan segir að hún hafi komist á snoðir um að eitthvað gruggugt væri á seyði þegar hún sá útbrot á líkama drengsins. Þá grunaði hana einnig að hreyfiþroski hans væri minni en eðlilegt mætti teljast.

Móðir hans hafi þó blásið á slíkar vangaveltur og sagt að ofnæmi væri um að kenna. Það hafi ekki verið fyrr en eiginmaður hennar og faðir drengsins, Jerry Hawk, leitaði til barnaverndayfirvalda sem grunur mágkonunnar var staðfestur.

Sérfræðingar komust að því að hinn 11 mánaða gamli drengur væri vannærður og að mataræðið kæmi alvarlega niður á þroska hans. Umfjöllun CBS Pittsburgh um málið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×