Erlent

Kálfur bjargaði strandaðri móður sinni - myndband

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Myndband af björgunarafreki hvalkálfs hefur brætt hjörtu netverja allt frá því að það skaut upp kollinum um helgina.

Í myndbandinu má sjá strandaðan hnúfubak sem synti fullnálægt landi á fimmtudaginn, skammt frá Brisbane í Ástralíu. Þar sat hann fastur klukkutímunum saman áður en kálfurinn tók til sinna ráða.

Kálfurinn sést synda af öllum lífs og sálar kröftum inn í hlið móður sinnar. Það þurfti hann nokkrar tilraunir að ná hnúfubaknum móður sinni lausri enda er hún engin smásmíð. Fullorðnir hnúfubakar eru að jafnaði um 13 til 17 metra langir og 25 til 40 tonn á þyngd.

Eftir að hún var laus ferða sinna fylgdi bátur á vegum strandgæslunnar hvölunum aftur út á sjó og tryggði að þeir myndu ekki festa sig aftur.

Myndbandið af björgunarafreki kálfsins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×