Erlent

Blair að íhuga endurkomu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tohy Blair 
fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
Tohy Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands vísir/afp
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur gefið í skyn að hann hyggi á endurkomu í bresk stjórnmál.

Blair, sem var leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994 til 2007 og forsætisráðherra frá 1997 til 2007, segir við tímaritið Esquire að hann leiti sér að stöðu sem gæti hjálpað Verkamannaflokknum að ná aftur völdum í breskum stjórnmálum.

„Ég veit ekki hvort það sé einhver staða til fyrir mig. Það eru takmörk fyrir því hvað ég vil segja um mína eigin stöðu núna,“ sagði Blair sem er með sterkar skoðanir á núverandi stöðu Verkamannaflokksins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Hiti í kappræðum formannsefna Verkamannaflokksins

Owen Smith og Jeremy Corbyn bjóða sig fram til formanns Verkamannaflokksins. Smith sagðist í kappræðum vilja ræða við Íslamska ríkið og sagði Corbyn hugmyndina vanhugsaða. Formannskjörið hefur einkennst af vandræðagangi.

Corbyn vill leggja niður lávarðadeildina

Ólíkt neðri deild breska þingsins, House of Commons, eru fulltrúar í lávarðadeildinni House of Lords ekki kjörnir heldur er valið inn í deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×