Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. október 2016 07:00 Þorbjörg Ásbjarnardóttir og börn hennar, Arna Ísabella, Alexander Victor og Steinunn Daníela Jóhannesarbörn. mynd/kristín guðjónsdóttir „Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira