Erlent

Hafa safnað hátt í hundrað milljónum á örfáum tímum til styrktar fórnarlamba skotárásarinnar í Orlando

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Framlögunum rignir inn og hafa aðstandendur söfnunarinnar ítrekað þurft að hækka takmark hennar.
Framlögunum rignir inn og hafa aðstandendur söfnunarinnar ítrekað þurft að hækka takmark hennar. Vísir/Getty
Equality Florida, stærstu réttindabaráttusamtök LGBT-fólks í Flórída-ríki Bandaríkjanna hófu að safna fé til styrktar fórnarlamba skotárásinnar í Florida fljótlega eftir að fregnir bárust að 50 hefðu látist og tugir særst. Hafa þau safnað um 700 þúsund dollurum, hátt í hundrað milljónum íslenskra króna, á aðeins örfáum tímum.

Samtökin hafa í sífellu þurft að hækka takmark söfnunarinnar en framlögin bókstaflega hrúgast inn. Í fyrstu var takmarkið 100 þúsund dollarar en fljótlega þurfti að hækka það up í 500 þúsund. Því takmarki var náð fyrr í kvöld og stefna nú samtökin að ná einni milljón dollara, um 120 milljónum íslenskra króna.

Sjá einnig: Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn

Söfnunin fer fram í gegnum síðuna GoFundMe, hópfjármögnunarsíðu í anda Kickstarter og Karolina Fund. Í lýsingu söfnunarinnar segir að skemmtistaðir á borð við Pulse, þar sem ódæðið var framið, eigi sér sérstakan sess í sögu LGBT-fólks, þeir hafi oft á tíðum verið öruggt athvarf og því sé skotárásin í Orlando bein árás á öryggiskennd LGBT-fólks.

Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir árásarmannsins hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni.

Sjá einnig: Skotárásin í Orlando: Árásarmaðurinn sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS

Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×