Vinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016 nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 10:30 Kaupmannahöfn og Lundúnir eru vinsælustu áfangastaðir Íslendinga. Vísir/Vilhelm Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16
55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59