Fótbolti

Lánssamningi Kolbeins við Galatasary rift

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn náði ekki að spila leik fyrir Galatasary.
Kolbeinn náði ekki að spila leik fyrir Galatasary. vísir/getty
Galatasary hefur staðfest að samningi íslenska landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar við félagið hafi verið rift.

Kolbeinn kom til Galatasary á eins árs lánssamningi frá franska liðinu Nantes undir lok síðasta félagaskiptaglugga.

Hann náði þó aldrei að spila fyrir Galatasary vegna erfiðra hnémeiðsla.

Kolbeinn gekk í raðir Nantes frá Ajax sumarið 2015 og skrifaði undir fimm ára samning við franska liðið. Hann skoraði þrjú mörk í 26 deildarleikjum fyrir Nantes á síðasta tímabili.

Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 22 mörk. Hann skoraði tvö mörk á EM í Frakklandi í sumar, þ.á.m. sigurmarkið gegn Englandi í 16-liða úrslitunum.


Tengdar fréttir

Kolbeinn á förum frá Galatasary

Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×