Lífið

Glæný stikla úr þriðju myndinni um Bridget Jones: Hver er pabbinn?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta verður eflaust skemmtileg mynd.
Þetta verður eflaust skemmtileg mynd. vísir
Bridget Jones er á leiðinni aftur á hvíta tjaldið í haust og má sjá glænýja stiklu úr þriðju myndinni um þessa seinheppnu konu sem sló fyrst svo rækilega í gegn árið 2001 þegar kvikmyndin Bridget Jones's Diary kom út. Þremur árum síðar kom út önnur mynd um hana, Bridget Jones: the edge of reason og nú tólf árum síðar er þriðja myndin á leiðinni.

Sú ber titilinn Bridget Jones Baby og má sjá í stiklunni að hún á von á barni. En hver er faðirinn?

Árið 2004 virtust einhleypu dagar hennar liðnir þegar Mark Darcy fór á skeljarnar og bað hennar. Svo virðist sem það hafi ekki alveg gengið eins og í sögu og er okkar kona orðin einhleyp á ný.

Leikararnir í þriðju myndinni eru sem áður Renée Zellweger og Colin Firth en í hópinn bætist sjálfur Mc Dreamy: Patrick Dempsey. Ásamt þeim verða Ed Sheeran og fullt af öðrum vel þekktum stjörnum. Þriðja myndin verður frumsýnd í september á þessu ári en hér að neðan má sjá glænýja stiklu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×