Lífið

Mörg þúsund símar á loft á tónleikum með Adele og sungið fyrir fórnarlömbin í Brussel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt augnablik.
Einstaklega fallegt augnablik. vísir/getty
Breska söngkonan Adele hefur verið að halda tónleika í O2-höllinni í London í vikunni og eðlilega minntist hún fórnarlambanna í Brussel í gærkvöld.

Ríkissaksóknari Belgíu segir minnst 31 vera látinn vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í gær og að um 270 hafi særst. Mögulegt er að tala látinna muni hækka, þar sem nokkrir einstaklingar eru enn týndir og erfitt hefur reynst að bera kennsl á lík úr lestinni við Maelbeek stöðina.

Um tuttugu þúsund manns voru viðstaddir tónleika hennar í gær og bað Adele þá alla um að taka upp símana og kveikja á ljósum á þeim, eins og oft tíðkast.

„Þetta er lagið Make You Feel My Love og syng ég það fyrir fórnarlömbin í Brussel,“ sagði Adele í gærkvöldi.

„Ég vil að þig syngið öll með, svo þau heyri í okkar.“

Hér að neðan má sjá myndband af þessu hjartnæma atviki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×