Viðskipti innlent

Högum gert að greiða 219 milljónir vegna mjólkurverðstríðs

ingvar haraldsson skrifar
Hagar hyggjast áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Hagar hyggjast áfrýja málinu til Hæstaréttar. vísir/pjetur
Hagar, eigandi Bónuss, hafa verið dæmdir til að greiða Norvik 219 milljónir króna í skapabætur auk vaxta og málskostnaðar í gær vegna svokallaðs mjólkurverðstríðs sem stóð yfir á árunum 2005-2006.

Krónan, sem þá var í eigu Kaupás, og Bónus kepptust þá um að bjóða lægsta verðið á mjólk og mjólkurvörum. Samkeppniseftirlitið hafði áður sektað Haga um 315 milljónir króna vegna mjólkurverðstríðsins.

Samkeppniseftirlitið taldi Haga hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á matvörumarkaði með því að selja mjólk og mjólkurvörur undir kostnaðarverð. Bent var á að Hagar hefðu lýst því í fjölmiðlum að tap þeirra af verðstríðinu hefði verið um 700 milljónir króna. Brotin hefðu verið til þess fallin að veikja keppinauta þeirra á markaði.

Málið var höfðað árið 2012 en í millitíðinni seldi Kaupás Krónuna til Norvikur ásamt kröfunni á Bónus vegna mjólkurverðstríðsins.

Hagar hyggjast áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×