Innlent

Guðni fellst á tillögu forsætisráðherra um að kalla saman þing

Atli Ísleifsson skrifar
Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur fallist á tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember næstkomandi klukkan 13.30.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að ríkisstjórnin hafi fjallað um fyrirhugaða þingsetningu á fundi sínum í morgun og þar hafi jafnframt verið fjallað um framlagningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2017 og tengdra þingmála sem lögð verða fram í upphafi þings. 

„Nú er rúmur mánuður liðinn frá kosningum og áramót nálgast. Það er tímabært að Alþingi komi saman svo tími gefist til þinglegrar meðferðar fjárlaga og mála sem þeim tengjast. Þótt skammur tími sé til stefnu tel ég að með góðri samvinnu verði hægt að ljúka umfjöllun um þau á tilsettum tíma,“ er haft eftir Sigurði Inga í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×