Kenna flóttamönnum íslensku í frítíma sínum Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2016 05:00 Vinátta hefur tekist á milli Joumanaa og Hrannar. Kennslan hefur stundum siglt í strand vegna tungumálaörðugleika en þeim skiptum fer ört fækkandi. Fréttablaðið/Auðunn Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“ Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira