Erlent

Ellefu börn fórust þegar rútu var ekið á helgigöngu

Atli ísleifsson skrifar
Lögregla rannsakar nú málið. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla rannsakar nú málið. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Ellefu börn hið minnsta fórust þegar bílstjóri missti stjórn á rútu og ók inn í helgigöngu múslima í norðurhluta Nígeríu.

Harmleikurinn átt sér stað í bænum Malam Sidi í Gombe-héraði í gær þegar verið var að halda upp á fæðingardag Múhameðs spámanns.

Í frétt Aftonbladet segir að slysið megi rekja til þess að bremsur rútunnar hafi bilað. Talsmaður lögreglu, Ahmed Usman, segir að ellefu börn hafi látið lífið og sautján til viðbótar slasast alvarlega.

Fórnarlömbin voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára.

Fréttir herma að nærstaddir hafi ráðist á rútubílstjórann eftir slysið og barið hann til dauða. Lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×