Erlent

Aldraðir eyði ævikvöldi sínu í Taílandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þjónusta við aldraða þykir ódýr í Taílandi.
Þjónusta við aldraða þykir ódýr í Taílandi. vísir/getty
Stjórnvöld í ýmsum löndum, þar á meðal í Þýskalandi og Bretlandi, kanna nú möguleika á að semja um öldrunarþjónustu fyrir eigin þegna í láglaunalöndum til að draga úr kostnaði.

Á vef Göteborgsposten er haft eftir Peter Brown, sem er í umönnunariðnaðinum í Taílandi, að hann myndi ekki semja við útlensk stjórnvöld sem vilja senda aldraða úr landi. Brown, sem áður rak hótel, bendir þó á að í Evrópu hafi aðstandendur Alzheimers-sjúklinga ekki efni á þeirri umönnun sem þeir vilja veita foreldrum sínum. Í Taí­landi fái þeir tvöfalt meiri þjónustu en í heimalandinu.

Skammt frá Care Resort sem Brown rekur er verið að reisa þorp fyrir þúsundir aldraðra Japana. Þar verður japanskt sjúkrahús og taílenskir starfsmenn á svæðinu þurfa að læra japönsku.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×