Erlent

Sænskur embættismaður grunaður um að hafa gefið út falskar vegabréfsáritanir

vísir/epa
Fyrrverandi starfsmaður sænska utanríkisráðuneytisins í Asíu er grunaður um að hafa falsað vegabréfsáritanir fyrir að minnsta kosti sjötíu manns í starfi sínu hjá ráðuneytinu í fyrra. Stjórnvöld í Svíþjóð, sem fara með rannsókn málsins, segjast líta málið grafalvarlegum augum.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá málinu. Þar segir að fólkið sem fékk falsaðar áritanir frá manninum eigi allt sameiginlegt að vera afganskir ríkisborgarar. Því hafi verið hafnað um vegabréfsáritanir og því hafi starfsmaðurinn tekið málið í sínar hendur, en ekki er vitað um ástæður þess.

Einhverjir þeirra sem fengu áritanir hafa sótt um hæli í Svíþjóð, en sænskum yfirvöldum hefur gengið erfiðlega að hafa uppi á fólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×