Erlent

Höfuð lögreglu í Svíþjóð víki

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögreglumenn og stjórnmálaleiðtogar í Svíþjóð sammála.
Lögreglumenn og stjórnmálaleiðtogar í Svíþjóð sammála. vísir/afp
Anna Kinberg Batra, leiðtogi sænska Hægriflokksins, krefst afsagnar ríkislögreglustjórans í Svíþjóð. Litið er á kröfu Batra sem gagnrýni á Stefan Löfven forsætisráðherra, sem hún telur bera ábyrgð á því að lögreglan geti ekki sinnt starfi sínu.

Áður höfðu Frjálslyndi flokkurinn og Svíþjóðardemókratar krafist afsagnar ríkislögreglustjórans, Dans Eliasson, sem hafði reyndar lýst því yfir að hann gæti ælt á Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata.

Allt þetta ár hafa lögreglumenn víða um Svíþjóð lýst yfir óánægju með ríkislögreglustjórann og krafist þess að hann verði látinn víkja. Í fyrra var 21 lögregluumdæmi sameinað í eitt í því skyni að efla starf lögreglunnar og færa hana nær borgurunum. Lögreglumenn segja breytinguna hafa haft þveröfug áhrif.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×