Lífið

82 ára orrustuflugmaður öskraði sig áfram í America´s got Talent

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það er ekki hægt að segja annað en að Hetlinger hafi gefið allt sem hann átti í sönginn.
Það er ekki hægt að segja annað en að Hetlinger hafi gefið allt sem hann átti í sönginn.
Fyrir daginn í gær vissu fáir hver John Hetlinger var en það breyttist á örskotsstundu þegar hann spreytti sig í Amercia's Got Talent.

Hetlinger er 82 tveggja ára gamall og var á árum áður flugmaður í bandaríska hernum auk þess að koma að viðgerð á Hubble-geimsjónaukanum. Það er óhætt að flestir hafi rekið upp stór augu þegar hann steig á svið.

Í fyrsta lagi kom lagavalið á óvart. Hetlinger ákvað að syngja lag Drowning Pool sem ber heitið Bodies. Mjög mörgum brá í brún þegar hann öskraði upphafslínuna, „Let the bodies hit the floor“, af mikilli innlifun.

Í öðru lagi kom það nokkuð á óvart að Hetlinger söng sig áfram. Þrjú já frá Simon Cowell, Howie Mandell og Mel B dugðu honum en hann náði ekki að heilla Heidi Klum.

Þessa stórskemmtilegu frammistöðu má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×