Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2016 20:26 Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira