Erlent

Kínverskt fé leitar til Noregs

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. vísir/epa
Sérfræðingur í sænska stórbankanum SEB spáir miklum fjárfestingum Kínverja í Noregi eftir að stjórnvöld í Noregi og Kína tóku upp opinber pólitísk samskipti á ný.

Kínverjar hættu nær öllum eðlilegum samskiptum við Norðmenn eftir að þeir veittu kínverska andófsmanninum Liu Xiabo friðarverðlaun Nóbels árið 2010.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði ástandið hafa verið erfitt, bæði í alþjóðlegu samhengi og í einstaka málum. Það hafi lík verið erfitt fyrir norskt viðskiptalíf.Nú á að hefja viðræður við Kína um fríverslunarsamning við Noreg. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×