Lífið

Hormónar sigruðu í Músíktilraunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Krakkarnir í Hormónar eru sigurvegarar Músíktilrauna árið 2016.
Krakkarnir í Hormónar eru sigurvegarar Músíktilrauna árið 2016. Mynd af vef Músíktilrauna
Hljómsveitin Homónar úr Garðabæ kom, sá og sigraði í Músíktilraunum í ár. Úrslitakvöldið fór fram í kvöld í Hörpu og voru úrslit kunngjörð rétt fyrir klukkan tíu í kvöld.

Hórmónar er hljómsveit sem samanstendur af 5 vinum sem allir hafa áhuga á list og vildi víkka sjóndeildarhring sinn með því að stíga út fyrir þægindarammann að því er segir á heimasíðu keppninnar.

Liðsmenn hljómsveitarinnar Wayward sem á rætur að rekja á Þingeyri, tili Hafnarfjarðar og Álftaness.Mynd af vef Músíktilrauna
„Og spila á hljóðfæri sem við erum ekki vön að spila eða eru ekki okkar grunnhljóðfæri. Við höfum mikinn áhuga á því sem við erum að gera og höfum gríðarlega gaman að allri list.“

Fjölmargar hljómsveitir sem sigrað hafa í músíktilraunum hafa slegið í gegn hér á landi sem erlendis. Má þarf nefna Of Monsters and Men, Botnleðju, Maus, Mínus, Mammút og Agent Fresco.

Hljómsveitina skipa Urður Bergsson, Örn Gauti Jóhannsson, Brynhildur Karlsdóttir, Katrín Guðbjartsdóttir og Hjalti Torfason en þau eru öll á 21. aldursári.

Þá var Indiefold hljómsveitin Wayward valin hljómsveit fólksins.

Að neðan má heyra lög með hljómsveitunum tveimur.

...og úrslitin eru ljós!!1. Sæti -- Hórmónar2. Sæti – Helgi Jónsson3. Sæti – Magnús JóhannHljómsveit fó...

Posted by Músíktilraunir on Saturday, April 9, 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×