Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Kári Stefánsson afhendir í dag undirskriftir yfir 85 þúsund Íslendinga sem krefjast hærri framlaga til heilbrigðiskerfisins. Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13