Íslendingar, það skal takast David A. Carrillo og Stephen M. Duvernay og Brandon V. Stracener skrifa 30. apríl 2016 07:00 Nú veitist Íslandi einstakt tækifæri til að endurskapa eigin stjórnarhætti. Þjóðin tók höndum saman við Alþingi og samdi endurskoðaða stjórnarskrá með tilstuðlan Stjórnlagaráðs. Þjóðin samþykkti að leggja skyldi þau stjórnarskrárdrög til grundvallar og beindi til kjörinna fulltrúa einfaldri beiðni um að greiða atkvæði um þau, samþykkja umbæturnar eða hafna þeim. Síðan eru liðin yfir þrjú ár og Alþingi hefur ekkert gert. Hvað er framundan? Í Bandaríkjunum trúum við því að stjórnin sé stjórn þjóðarinnar, á vegum þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Það er grundvallaratriði í fulltrúalýðveldi að þjóðin feli stjórninni völd og að þeim sé beitt í þágu þjóðarinnar. Í þessu viðhorfi felst að þjóðin eigi rétt á að breyta eða bæta stjórnina þegar stjórnin hættir að þjóna tilgangi sínum. Það er kjarninn í fullveldi þjóðar. Þjóðin skóp stjórnina, stjórnin starfar í þágu þjóðar, og þjóðin hefur vald til að endurskapa hana. Reyndar er skýrt ákvæði í stjórnarskrá Kaliforníu, þar sem þessi réttur þjóðarinnar er áskilinn, og þar er skilgreint verkferli til endurbóta á sitjandi stjórn. Endurskoðun stjórnarskrár eins og mælt er fyrir um hana er fyrsta úrræðið sem má beita við óheilbrigðri stjórn. Þetta hefur íslenska þjóðin reynt án árangurs. Þar með er ekki öllu lokið. Næsta úrræði er að reyna áfram að knýja fram endurbætur og beita þá öllum hefðbundnum ráðum og ferlum sem felast í lýðræði. Tjáið ykkur, birtið skrif ykkar, komið saman og krefjist aðgerða af hálfu þingmanna. Þeir eru í þjónustu ykkar, gefið þeim fyrirmæli. Takið eftir því hverjir leggjast gegn endurbótum og útilokið þá við næstu kosningar. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Missið ekki móðinn, sagan hefur sýnt fram á varanleika lýðræðislegra stofnana undir stjórn þjóðarinnar. Vilji þjóðin frelsi getur hún öðlast það.Þingmenn hlusti á kjósendur Sagan birtir okkur annan veruleika varðandi stjórnir sem vilja koma í veg fyrir að þjóðin nái markmiði sínu. Íslenskum þingmönnum væri best að hlusta vel eftir því sem kjósendur segja. Þegar framkvæmd lýðræðisins hrynur og ríkisstjórn brýtur trúnað við borgarana og vinnur að því að sitja sem lengst, en hunsar hagsmuni þjóðarinnar er aðeins eitt úrræði eftir: uppreisn þjóðarinnar. Þessi lærdómur hefur Bandaríkjamönnum verið dýrkeyptur, þar fer þjóð sem hefur tvívegis endurfæðst eftir byltingu. Sjálfstæðisyfirlýsingin er stefnuyfirlýsing byltingarsinna: þegar stjórnvöld reynast skaðleg því takmarki sem felst í „lífi, frelsi og hamingjuleit“ er það réttur þjóðarinnar að „koma á nýrri stjórn“. Forseti vor, Abraham Lincoln, talaði tæpitungulaust þegar stjórnarskrárkreppa blasti við: „Þegar [þjóðin] þreytist á sitjandi ríkisstjórn getur hún beitt stjórnarskrárbundnum rétti sínum til að breyta henni, eða rétti sínum til byltingar með því að leysa hana upp eða steypa henni.“ Stofnun Bandaríkjanna og borgarastyrjöldin eru til marks um að borgurum beri að axla ábyrgð á að stýra stjórn sinni og endurreisa fallnar stofnanir lýðræðisins. Á Íslandi er aðeins um tvo kosti að velja: annaðhvort þarf að bæta stjórnarhætti eftir löglegum leiðum, eða eftir öðrum leiðum. Við viljum taka skýrt fram að við erum ekki fylgjandi því að valdi sé beitt. Saga Bandaríkjanna einkennist af því að vopnin hafa verið látin tala, og það hefur ekki alltaf gefið góða raun. Hér eru dæmin frá Bandaríkjunum fremur víti til varnaðar en æskileg fyrirmynd. Það liggur ljóst fyrir að íslenska þjóðin á aðeins þriggja kosta völ. (Við lítum ekki á uppgjöf sem valkost.) Nú er komið á daginn að fyrsta ráðið (stjórnarskrárbætur af hálfu þjóðarinnar) hefur reynst gagnslaust. Síðasta úrræðið, bylting, er örþrifaráð. Þess vegna væri best að beita öðru ráðinu með ágengum hætti. Kjósið ekki aftur þá stjórnarliða sem hafna samvinnu. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Skiptið þeim út fyrir fulltrúa sem skilja að stjórnin þiggur vald sitt frá þjóðinni. Sagt er að hver þjóð kjósi sér þá stjórn sem hún á skilið. Vilji menn góða stjórn á Íslandi verða þeir að vinna fyrir henni.Ólöf Pétursdóttir þýddi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú veitist Íslandi einstakt tækifæri til að endurskapa eigin stjórnarhætti. Þjóðin tók höndum saman við Alþingi og samdi endurskoðaða stjórnarskrá með tilstuðlan Stjórnlagaráðs. Þjóðin samþykkti að leggja skyldi þau stjórnarskrárdrög til grundvallar og beindi til kjörinna fulltrúa einfaldri beiðni um að greiða atkvæði um þau, samþykkja umbæturnar eða hafna þeim. Síðan eru liðin yfir þrjú ár og Alþingi hefur ekkert gert. Hvað er framundan? Í Bandaríkjunum trúum við því að stjórnin sé stjórn þjóðarinnar, á vegum þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Það er grundvallaratriði í fulltrúalýðveldi að þjóðin feli stjórninni völd og að þeim sé beitt í þágu þjóðarinnar. Í þessu viðhorfi felst að þjóðin eigi rétt á að breyta eða bæta stjórnina þegar stjórnin hættir að þjóna tilgangi sínum. Það er kjarninn í fullveldi þjóðar. Þjóðin skóp stjórnina, stjórnin starfar í þágu þjóðar, og þjóðin hefur vald til að endurskapa hana. Reyndar er skýrt ákvæði í stjórnarskrá Kaliforníu, þar sem þessi réttur þjóðarinnar er áskilinn, og þar er skilgreint verkferli til endurbóta á sitjandi stjórn. Endurskoðun stjórnarskrár eins og mælt er fyrir um hana er fyrsta úrræðið sem má beita við óheilbrigðri stjórn. Þetta hefur íslenska þjóðin reynt án árangurs. Þar með er ekki öllu lokið. Næsta úrræði er að reyna áfram að knýja fram endurbætur og beita þá öllum hefðbundnum ráðum og ferlum sem felast í lýðræði. Tjáið ykkur, birtið skrif ykkar, komið saman og krefjist aðgerða af hálfu þingmanna. Þeir eru í þjónustu ykkar, gefið þeim fyrirmæli. Takið eftir því hverjir leggjast gegn endurbótum og útilokið þá við næstu kosningar. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Missið ekki móðinn, sagan hefur sýnt fram á varanleika lýðræðislegra stofnana undir stjórn þjóðarinnar. Vilji þjóðin frelsi getur hún öðlast það.Þingmenn hlusti á kjósendur Sagan birtir okkur annan veruleika varðandi stjórnir sem vilja koma í veg fyrir að þjóðin nái markmiði sínu. Íslenskum þingmönnum væri best að hlusta vel eftir því sem kjósendur segja. Þegar framkvæmd lýðræðisins hrynur og ríkisstjórn brýtur trúnað við borgarana og vinnur að því að sitja sem lengst, en hunsar hagsmuni þjóðarinnar er aðeins eitt úrræði eftir: uppreisn þjóðarinnar. Þessi lærdómur hefur Bandaríkjamönnum verið dýrkeyptur, þar fer þjóð sem hefur tvívegis endurfæðst eftir byltingu. Sjálfstæðisyfirlýsingin er stefnuyfirlýsing byltingarsinna: þegar stjórnvöld reynast skaðleg því takmarki sem felst í „lífi, frelsi og hamingjuleit“ er það réttur þjóðarinnar að „koma á nýrri stjórn“. Forseti vor, Abraham Lincoln, talaði tæpitungulaust þegar stjórnarskrárkreppa blasti við: „Þegar [þjóðin] þreytist á sitjandi ríkisstjórn getur hún beitt stjórnarskrárbundnum rétti sínum til að breyta henni, eða rétti sínum til byltingar með því að leysa hana upp eða steypa henni.“ Stofnun Bandaríkjanna og borgarastyrjöldin eru til marks um að borgurum beri að axla ábyrgð á að stýra stjórn sinni og endurreisa fallnar stofnanir lýðræðisins. Á Íslandi er aðeins um tvo kosti að velja: annaðhvort þarf að bæta stjórnarhætti eftir löglegum leiðum, eða eftir öðrum leiðum. Við viljum taka skýrt fram að við erum ekki fylgjandi því að valdi sé beitt. Saga Bandaríkjanna einkennist af því að vopnin hafa verið látin tala, og það hefur ekki alltaf gefið góða raun. Hér eru dæmin frá Bandaríkjunum fremur víti til varnaðar en æskileg fyrirmynd. Það liggur ljóst fyrir að íslenska þjóðin á aðeins þriggja kosta völ. (Við lítum ekki á uppgjöf sem valkost.) Nú er komið á daginn að fyrsta ráðið (stjórnarskrárbætur af hálfu þjóðarinnar) hefur reynst gagnslaust. Síðasta úrræðið, bylting, er örþrifaráð. Þess vegna væri best að beita öðru ráðinu með ágengum hætti. Kjósið ekki aftur þá stjórnarliða sem hafna samvinnu. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Skiptið þeim út fyrir fulltrúa sem skilja að stjórnin þiggur vald sitt frá þjóðinni. Sagt er að hver þjóð kjósi sér þá stjórn sem hún á skilið. Vilji menn góða stjórn á Íslandi verða þeir að vinna fyrir henni.Ólöf Pétursdóttir þýddi
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun