Stefnir í 60 prósenta fækkun kennara á næstu áratugum Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Grunnskólakennurum gæti fækkað stórlega verði ekkert að gert. Hér má sjá bekkjarkennara taka á móti nemendum sínum í þriðja bekk. vísir/GVA Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira