Viðskipti innlent

Kristinn Þórðarson kosinn formaður SÍK

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kristinn Þórðarson, nýkjörinn formaður SÍK.
Kristinn Þórðarson, nýkjörinn formaður SÍK.
Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var haldinn fimmtudaginn 26. maí síðastliðinn. Á fundinum var Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá TrueNorth, kosinn formaður félagsins en hann tekur við af Hilmari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra GunHill, sem gegnt hefur embættinu síðastliðin fjögur ár.

Í tilkynningu frá SÍK kemur fram að stjórn SÍK fagnar því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fundið leið til að deila út fjármagni sem lagt hefur verið til hliðar á fjárlögum frá árinu 2012 þegar ákveðið var að leggja virðisaukaskatt á miðasölu kvikmynda og koma til móts við íslenska kvikmyndagerð með sérstökum miðastyrkjum.

Á fundinum var einnig samþykkt ályktun þess efnis að samtökin hvettu mennta- og menningarmálaráðherra til að ljúka gerð nýs samkomulags um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og íslenska kvikmyndamenningu til næstu fimm ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×