Spieth vann á heimavelli í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 14:45 Jordan Spieth með sigurlaunin í Texas. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fagnaði sigri á Colonial National-boðsmótinu í Texas í gær sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þessi 22 ára gamli kylfingur, sem er annar á heimslistanum, fór lokahringinn á sex höggum undir pari en hann endaði í heildina á 17 höggum undir pari og vann með þriggja högga forskoti. Harry English varð í öðru sæti á fjórtán höggum undir pari og þeir Ryan Palmer og Webb Simpson deildu þriðja til fjórða sæti á þrettán höggum undir pari. Bandaríkjamenn röðuðu sér í sex efstu sætin. Þetta var áttundi PGA-sigur Spieths á ferlinum og sá fyrsti sem hann vinnur í sínu heimaríki, Texas. „Það var gott að ná þessum áfanga og vinna fyrir framan mitt fólk. Þvílík vika,“ sagði sigurreifur Jordan Spieth eftir mótið. Spieth var með aðeins eins höggs forskot fyrir lokahringinn og missti forskotið snemma dags. Hann var búinn að jafna metin á fyrri níu og setti svo sex fugla á seinni níu og tryggði sér sigurinn. Hann er yngsti sigurvegarinn á þessu móti í 86 ár. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fagnaði sigri á Colonial National-boðsmótinu í Texas í gær sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þessi 22 ára gamli kylfingur, sem er annar á heimslistanum, fór lokahringinn á sex höggum undir pari en hann endaði í heildina á 17 höggum undir pari og vann með þriggja högga forskoti. Harry English varð í öðru sæti á fjórtán höggum undir pari og þeir Ryan Palmer og Webb Simpson deildu þriðja til fjórða sæti á þrettán höggum undir pari. Bandaríkjamenn röðuðu sér í sex efstu sætin. Þetta var áttundi PGA-sigur Spieths á ferlinum og sá fyrsti sem hann vinnur í sínu heimaríki, Texas. „Það var gott að ná þessum áfanga og vinna fyrir framan mitt fólk. Þvílík vika,“ sagði sigurreifur Jordan Spieth eftir mótið. Spieth var með aðeins eins höggs forskot fyrir lokahringinn og missti forskotið snemma dags. Hann var búinn að jafna metin á fyrri níu og setti svo sex fugla á seinni níu og tryggði sér sigurinn. Hann er yngsti sigurvegarinn á þessu móti í 86 ár.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira