Lífið

Luma lesendur Vísis á tignarlegri mynd af sólarlaginu?

Hulda Hólmkelsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa
Sólarlagið var hulið trjám hér í Skaftahlíðinni.
Sólarlagið var hulið trjám hér í Skaftahlíðinni. Vísir/Ritstjórn
Sólarlagið er gullfallegt í kvöld, himininn er sleginn eldrauðum bjarma sem lýsir upp kvöldið í borgum og bæjum. Sólarlagið hefur verið einstakt af og til í allt sumar enda heiðskírt víða um land.

Við í Skaftahlíðinni höfum ekkert sérstaklega gott útsýni yfir sólarlagið eins og sést á myndinni hér að ofan. Því spyrjum við lesendur Vísis hvort þeir lumi á myndum úr eigin safni af sólarlaginu hér á landi að kvöldi fyrsta dags nýs forseta í embætti. En eins og kunnugt er var Guðni Th. Jóhannesson settur í embætti forseta í dag. Nú, eða af einstakri mynd frá öðru kvöldi.

Allir áhugaljósmyndarar geta sent myndir á ritstjorn@visir.is. Valdar myndir verða birtar annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×