Erlent

Tveir handteknir í tengslum við morðið á prestinum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Saint Etienne du Rouvray er suður af Rouen.
Saint Etienne du Rouvray er suður af Rouen. Vísir/EPA
Tveir menn eru til rannsóknar fyrir að tengjast morðinu á Jacques Hamel, 84 ára gömlum presti, í kirkju í Normandí í liðinni viku. Sagt er frá á BBC.

Gíslatökuástand skapaðist þegar Adel Kermiche og Abdel Malik Petitjean réðust inn í kirkju í Saint-Etienne-du-Rouvray í úthverfi Rúðuborgar. Þeir féllu báðir en þó ekki fyrr en þeir höfðu skorið prestinn á háls og sært annan gísl. Annar mannanna, sem var handtekinn í dag, er frændi annars árásarmannsins.

Meinnirnir tveir, sem handteknir voru í dag, ganga undir nöfnunum Farid K og Jean-Philippe Steven J. Farid er þrítugur en Jean-Philippe tvítugur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×