Erlent

123 lögreglumenn slasaðir eftir óeirðir í Berlín

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmælendur voru að mótmæla miðstéttarvæðingu.
Mótmælendur voru að mótmæla miðstéttarvæðingu. Vísir/EPA
Lögregluyfirvöld í Berlín segja að 123 lögreglumenn séu slasaðir eftir óeirðir í austurhluta Berlínarborgar. Mótmælendur voru þar samankomnir til þess að mótmæla svokallaðri miðstéttarvæðingu (e. gentrification) Friedrichshain-hverfisins í Berlín.

Um 3.500 mótmælendur voru á svæðinu, sumir grímuklæddir og köstuðu margir hverjir öllu lauslegu í átt að lögreglu sem fjölmennti vegna mótmælanna.

Spennan hefur magnast í hverfinu eftir að hústökufólki var gert að yfirgefa byggingar í hverfinu en mikil uppbygging hefur átt sér þar stað undanfarin ár.

Um 1.800 lögreglumenn tóku á mótmælendunum og voru 86 sex af þeim handteknir. Eru mótmælin talin þau verstu í Berlínarborg undanfarin fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×