Erlent

Cliff Richard kærir BBC og lögregluna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cliff Richard er sorgmæddur.
Cliff Richard er sorgmæddur.
Söngvarinn og hjartaknúsarinn Cliff Richard ætlar í mál við breska ríkisútvarpið BBC og lögregluyfirvöld í Suður-Yorkshirehéraði í Bretlandi. Hann segir að BBC hafi skaðað ímynd sína þegar sýnt frá því í beinni þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2014.

Húsleitin var gerð til þess að leita að sönnunargögnum fyrir því að Cliff hefði beitt börn undir lögaldri kynferðislegu ofbeldi. Rannsókn málsins tók alls tvö ár en söngvaranum var tilkynnt um það í síðasta mánuði að málið hefði verið látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum.

Sýnt var frá húsleitinni í beinni útsendingu á BBC og segir Cliff að við það hafi ímynd hans á heimsvísu skaðast gríðarlega að óþörfu. Richard var staddur í Portúgal þegar húsleitin var gerð og segist hafa grátið af sorg er hann horfði á húsleitina í beinni.

Hvorki lögreglan né BBC vill tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×