Erlent

Turnbull lýsir yfir sigri í langdregnum kosningum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Malcolm Turnbull forsætisráðherra
Malcolm Turnbull forsætisráðherra Vísir/Getty
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Ástralíu sem fram fóru um síðustu helgi.

Leiðtogi Verkamannaflokksins, helsta flokksins í stjórnarandstöðu hafði lýst sig sigraðan. Enn er þó verið að telja atkvæði en búist er við að flokkur Turnbull muni ná nógu mörgum sætum í þinginu til þess að halda í stjórnartaumana.

Flokkurinn mun þó ekki ná meirihluta einn síns liðs. 76 sæti þarf til þess að ná meirihluta. Búist er við að stjórnarflokkurinn nái 74 sætum en hann nýtur þar að auki stuðnings þriggja óháðra stjórnmálamanna.

Kosningarnar fóru fram um síðustu helgi en talning atkvæða hefur gengið mjög hægt vegna strangra reglna um að sannreyna skuli öll atkvæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×