Lífið

Guðni bar ermahnappa eftir mágkonu sína

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Guðni Thorlacius ásamt Markúsi Sigurbjörnssyni, forseta Hæstaréttar. Fyrir aftan þá eru þær Eliza Reid forsetafrú og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Rétt sést glitta í Ólaf Ragnar Grímsson sem lét af embætti forseta í gær og Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í dyragætt alþingishússins.
Guðni Thorlacius ásamt Markúsi Sigurbjörnssyni, forseta Hæstaréttar. Fyrir aftan þá eru þær Eliza Reid forsetafrú og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Rétt sést glitta í Ólaf Ragnar Grímsson sem lét af embætti forseta í gær og Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í dyragætt alþingishússins. Vísir/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, klæddist kjólfötum úr Herragarðinum við athöfnina í dag. Fötin voru svört og var eftir því tekið hversu vel sniðin þau voru.

Eins og fram hefur komið í fréttum klæddist frú hans, Eliza Reid, stórglæsilegum skautbúningi sem samsettur var úr tveimur skautbúningum en þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Því þótti Lífinu á Vísi ekki úr vegi að hringja í Friðjón Friðjónsson, aðstoðarmann Guðna, og forvitnast um klæðnað forsetans þar sem hann tók sig jafn vel út og eiginkona sín í athöfninni í dag.

Sjá einnig: Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði

Guðni klæddist svörtum skóm frá Steinari Waage og auk forsetaskartsins bar Guðni ermahnappa eftir Stefaníu Jónsdóttur, mágkonu sína. Guðna og Elizu var ekið að alþingishúsinu í forsetabílnum þar sem þau stigu út og veifuðu hópnum sem saman var kominn til þess að taka þátt í innsetningu nýs forseta. Dynjandi lófatak tók á móti þeim hjónum en þau brostu sínu breiðasta enda merkisdagur í þeirra lífi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×