Viðskipti innlent

Þriðjungi meiri viðskipti í júlí

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group í júlí.
Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group í júlí. Vísir/GVA
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í júlí námu 30.286 milljónum, eða 1.442 milljónum á dag. Það er nítján prósent lækkun frá fyrri mánuði, en í júní námu viðskipti með hlutabréf 1.771 milljón á dag. Þetta er hins vegar 33 prósent hækkun á milli ára, segir í tilkynningu.

Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group, 7.951 milljón, Marel 4.409 milljónir, N1 3.079 milljónir og Hagar 3.042 milljónir.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,6 prósent milli mánaða.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina 25,2 prósent, Landsbankinn með 19,9 prósent og Kvika með 18,5 prósent.

Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga nemur 966 milljörðum, samanborið við 990 milljarða í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×