Erlent

Vísbendingar um klórgasnotkun í Sýrlandi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Talið er að rúmlega 30 manns hafi orðið fyrir klórgas árás í gær í Sýrlandi. Flestir þeirra voru börn og konur.
Talið er að rúmlega 30 manns hafi orðið fyrir klórgas árás í gær í Sýrlandi. Flestir þeirra voru börn og konur. Vísir/Getty
Talið er að klórgas hafi verið notað á íbúa í bænum Saraqeb í Norður-Sýrlandi í gær. Þyrla sem flaug yfir bæinn kastaði út tunnum sem talið er að hafa innihaldið klórgas. Um 30 manns eru særðir eftir árásina en læknar og hjálparstarfsfólk á svæðinu fullyrða að um notkun efnavopna hafi verið að ræða. Sú ályktun er dregin út frá einkennum þeirra sem önduðu gasinu að sér. Hinir særðu eru aðallega konur og börn.

Einkenni klórgass eru meðal annars eymsli í augum, kláði í húð, öndunarerfiðleikar og blæðingar frá munni. Árið 2013 greindi BBC frá því að sterkar vísbendingar hefðu fundist um notkun klórgass í kringum bæinn en því neituðu sýrlensk stjórnvöld.

Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árásinni en báðar hliðar borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi hafa verið sakaðar um notkun efnavopna. Á mánudag var rússnesk herþyrla skotin niður nálægt Saraqeb.

Barist er nú í kringum borgina Aleppo þar sem uppreisnarmenn berjast nú við her stjórnvalda sem hafði hertekið borgina.


Tengdar fréttir

Rússnesk þyrla skotin niður suður af Aleppo

Sýrland Uppreisnarmenn í Sýrlandi skutu í gær niður rússneska herþyrlu af gerðinni Mi-8 skammt suður af borginni Aleppo. Um borð voru fimm manns, sem allir fórust.

Vopnin streyma til Sýrlands og Jemen

Mörg austurevrópsk ríki hafa undanfarin ár selt vopn í stórum stíl til Mið-Austurlanda, þar sem talið er að þau hafi borist áfram til stríðandi fylkinga í Sýrlandi og Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×