Conor McGregor æfir sig nú af kappi fyrir bardagann gegn Nate Diaz síðar í mánuðinum.
Þar er mikið undir hjá Íranum kjaftfora enda tapaði hann fyrir honum síðast og þarf að jafna sakirnar.
Conor flutti æfingabúðir sínar til Las Vegas í júlí og eru hlutirnir keyrðir áfram af krafti þessa dagana enda ætlar Írinn ekki að misstíga sig aftur.
Conor er duglegur að leyfa aðdáendum að fylgjast með undirbúningnum á netinu.
Í myndbandi sem hann birti nú um verslunarmannahelgina má sjá hann í gólfinu gegn þjálfaranum sínum, John Kavanagh. Gólfglíman varð Conor að falli síðast og hann hefur unnið markvisst í að bæta þann hluta síðustu vikur.
Myndbandið má sjá hér að ofan. UFC 202 fer fram 20. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Conor glímir við þjálfarann sinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



