Enski boltinn

Joey Barton: Ég væri betri landsliðsþjálfari en Allardyce og Hodgson

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Joey Barton er einstakur.
Joey Barton er einstakur. vísir/getty
Joey Barton, miðjumaður Rangers í skosku úrvalsdeildinni, telur að hann væri betri landsliðsþjálfari en Sam Allardyce sem tók við starfinu af Roy Hodgson.

Vandræðagemsinn Barton kom sér enn eina ferðina í klandur í síðustu viku þegar hann hnakkreifst við liðsfélaga sinn á æfingu Rangers eftir 5-1 tap gegn Celtic í Glasgow-slagnum. Hann var settur í straff hjá félaginu fyrir atvikið.

Barton nýtti tímann og fór í viðtali við Daily Mail þar sem hann segir sig vel hæfan í að taka við enska landsliðinu. Hann á einn landsleik að baki sem leikmaður.

„Lítum nú aðeins á hverjir hafa verið að sinna þessu starfi. Sam Allardyce er þjálfari enska landsliðsins. Er ég betri leikmaður en Sam? Já, auðvitað,“ segir Barton.

„Trúi ég að ég geti orðið betri landsliðsþjálfari en Sam? Að sjálfsögðu. Hvað hefur Sam sem ég hef ekki?“

„Ég lít bara á tíma Roy Hodgson sem landsliðsþjálfara. Þið haldið varla að ég hefði staðið mig verr en hann?“ segir Joey Barton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×