Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. september 2016 06:30 Bjarni Benediktsson segir að samkomulagið sé stærsta framlag vinnumarkaðarins til stöðugleika inn í framtíðina. Hér heilsar hann Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM. vísir/gva Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira