Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp. Þá stendur til að baða tónlistarhúsið Hörpu í belgísku fánalitunum næstu daga.
„Við settum alla tæknivinnu í gang í dag og þó að það sé ekki mikið sem við getum gert þá er Harpa heimsþekkt bygging og að sjálfsögðu tökum við þátt í að sýna samstöðu gegn svona voðaverkum,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi.
Það sama var gert í nóvember síðastliðnum í kjölfar hryðjuverkanna í París en þá var Harpa ein þeirra bygginga sem var lýst með frönsku fánalitunum til að sýna samstöðu með Frökkum á erfiðum tímum.
Að minnsta kosti 31 létust í árásunum í Brussel í dag og yfir 230 særðust. Íslamska ríkið hefur lýst ábyrgð á voðaverkunum og leita lögregluyfirvöld nú um alla Belgíu að manni sem grunaður er um að vera einn árásarmannanna.
Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga
Tengdar fréttir
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel
Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig.
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni
Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld.
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk
Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel.
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu
34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir.
Öryggisgæsla aukin um Evrópu
1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland.
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“
Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni.