Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 22. mars 2016 07:00 Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. vísir/EPA Samkvæmt nýrri rannsókn viðskiptahóps breska iðnaðarsambandsins, CBI, gæti útganga Breta úr Evrópusambandinu, svokallað „Brexit“, kostað ríkið um 100 milljarða breskra punda, eða 12.500 milljarða íslenskra króna, atvinnuleysi gæti aukist í kjölfarið, allt að 950 þúsund misst vinnuna og hagvöxtur dregist saman. Stuðningsmenn útgöngu telja hins vegar að mikill efnahagslegur ávinningur sé af útgöngu þar sem markaðir geta verið frjálsari þegar þeir þurfa ekki að lúta hörðum reglugerðum Evrópusambandsins. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Samkvæmt könnun The Financial Times sem náði til rúmlega hundrað hagfræðinga töldu hins vegar yfir þrír fjórðu að útgangan hefði neikvæð efnahagsleg áhrif, en einungis átta prósent töldu hana hafa góð áhrif. Erfitt er þó að fullyrða um áhrifin í ljósi þess að ekkert land hefur áður yfirgefið Evrópusambandið og því ríkir gríðarleg óvissa um áhrifin.Tilkynnt var í lok febrúar að kosið yrði um málefnið þann 23. júní næstkomandi. Talsmenn útgöngu telja að með því að geta endursamið út frá eigin forsendum, bæði við lönd innan ESB og utan þess, gæti Bretland komið á fót betri fríverslunarsamningum og því myndi aukin hagsæld ríkja á fjármálamörkuðum. Þeir sem eru andsnúnir útgöngu benda hins vegar á að fjárfestar gætu haft minni áhuga á breskum markaði ef hann veitti ekki einnig aðgang að Evrópusambandsmarkaði. Ein meginástæða þess að margir eru andsnúnir aðild er hversu dýr þátttakan getur verið. Beinn kostnaður Breta vegna aðildar árið 2014 nam 8,5 milljörðum punda, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna. Tilkynningin um kosningarnar hefur nú þegar valdið ólgu í Bretlandi. Dregið hefur úr fjárfestingaráformum innan Bretlands og gengi hlutabréfa og pundsins hefur lækkað (líkt og gerðist í aðdraganda sjálfstæðiskosninga í Skotlandi árið 2014). CBI spáir því að útgöngu muni fylgja 2-3 prósentum meira atvinnuleysi. Stuðningsmenn útgöngu benda hins vegar á að ef færri aðfluttir setjast að í Bretlandi gætu laun hækkað og störfum í boði fyrir Breta fjölgað. Auk þess gætu bresk fyrirtæki þá handvalið erlenda starfsmenn eftir sérfræðiþekkingu. Samkvæmt nýjustu könnunum skiptast atkvæðin með eða á móti útgöngu Bretlands í tvennt. Aftur á móti hafa tuttugu prósent landsmanna ekki gert upp hug sinn varðandi kosningarnar, samkvæmt heimildum AFP. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Brexit Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn viðskiptahóps breska iðnaðarsambandsins, CBI, gæti útganga Breta úr Evrópusambandinu, svokallað „Brexit“, kostað ríkið um 100 milljarða breskra punda, eða 12.500 milljarða íslenskra króna, atvinnuleysi gæti aukist í kjölfarið, allt að 950 þúsund misst vinnuna og hagvöxtur dregist saman. Stuðningsmenn útgöngu telja hins vegar að mikill efnahagslegur ávinningur sé af útgöngu þar sem markaðir geta verið frjálsari þegar þeir þurfa ekki að lúta hörðum reglugerðum Evrópusambandsins. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Samkvæmt könnun The Financial Times sem náði til rúmlega hundrað hagfræðinga töldu hins vegar yfir þrír fjórðu að útgangan hefði neikvæð efnahagsleg áhrif, en einungis átta prósent töldu hana hafa góð áhrif. Erfitt er þó að fullyrða um áhrifin í ljósi þess að ekkert land hefur áður yfirgefið Evrópusambandið og því ríkir gríðarleg óvissa um áhrifin.Tilkynnt var í lok febrúar að kosið yrði um málefnið þann 23. júní næstkomandi. Talsmenn útgöngu telja að með því að geta endursamið út frá eigin forsendum, bæði við lönd innan ESB og utan þess, gæti Bretland komið á fót betri fríverslunarsamningum og því myndi aukin hagsæld ríkja á fjármálamörkuðum. Þeir sem eru andsnúnir útgöngu benda hins vegar á að fjárfestar gætu haft minni áhuga á breskum markaði ef hann veitti ekki einnig aðgang að Evrópusambandsmarkaði. Ein meginástæða þess að margir eru andsnúnir aðild er hversu dýr þátttakan getur verið. Beinn kostnaður Breta vegna aðildar árið 2014 nam 8,5 milljörðum punda, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna. Tilkynningin um kosningarnar hefur nú þegar valdið ólgu í Bretlandi. Dregið hefur úr fjárfestingaráformum innan Bretlands og gengi hlutabréfa og pundsins hefur lækkað (líkt og gerðist í aðdraganda sjálfstæðiskosninga í Skotlandi árið 2014). CBI spáir því að útgöngu muni fylgja 2-3 prósentum meira atvinnuleysi. Stuðningsmenn útgöngu benda hins vegar á að ef færri aðfluttir setjast að í Bretlandi gætu laun hækkað og störfum í boði fyrir Breta fjölgað. Auk þess gætu bresk fyrirtæki þá handvalið erlenda starfsmenn eftir sérfræðiþekkingu. Samkvæmt nýjustu könnunum skiptast atkvæðin með eða á móti útgöngu Bretlands í tvennt. Aftur á móti hafa tuttugu prósent landsmanna ekki gert upp hug sinn varðandi kosningarnar, samkvæmt heimildum AFP. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Brexit Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira