Írakskar öryggissveitir á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknarinnar að Mosul Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2016 23:23 Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í Mosul. Vísir/AFP Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir írakskar öryggissveitir vera á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknar sinnar að stórborginni Mosul. Stefnt er að því að ná aftur valdi á borginni sem hefur verið á valdi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS frá í júní 2014.BBC hefur eftir talsmanninum, Peter Cook, að baráttan um borgina gæti tekið langan tíma þar sem óljóst sé hvort ISIS muni veita þeim mikla mótstöðu. Áætlað er að milli fjögur þúsund og átta þúsund liðsmenn ISIS hafist við í Mosul. Orrustan um Mosul er stærsta einstaka hernaðaraðgerðin í landinu síðan Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. Bandaríkjaher tekur þátt úr lofti og veitir stuðning í formi ráðgjafar og vopna en í bardögum á jörðu niðri eru aðeins írakskir og kúrdískir hermenn, alls um 30 þúsund talsins. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, valdi Mosul sem stað til að kynna myndun kalífadæmisins, svo að sögn Cook yrði það mikill táknrænn sigur að ná aftur valdi á borgunni úr höndum ISIS. „Fyrstu vísbendingar benda til að írakskar öryggissveitir hafi náð markmiðum sínum enn sem komið er og eru á undan áætlun eftir þennan fyrsta dag,“ segir Cook. Hann segir Bandaríkjaher sannfærðan um að Írakar séu þannig búnir að þeir geti klárað verkið. Bandaríkjaher sé svo reiðubúinn að aðstoða ásamt öðrum bandalagsríkjum. Kúrdar náðu fjölda smærri þorpa í útjaðri borgarinnar á sitt vald á fyrstu klukkustundum sóknarinnar. Í lok dags sögðust þeir hafa náð valdi á um 200 ferkílómetra svæði, níu smærri þorpum austur af borginni og stóran hluta vegarins milli Irbil og Mosul. Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í borginni og er reiknað með að fjölmargir íbúar muni leggja á flótta úr borginni dragist átök á langinn. Tengdar fréttir Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir írakskar öryggissveitir vera á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknar sinnar að stórborginni Mosul. Stefnt er að því að ná aftur valdi á borginni sem hefur verið á valdi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS frá í júní 2014.BBC hefur eftir talsmanninum, Peter Cook, að baráttan um borgina gæti tekið langan tíma þar sem óljóst sé hvort ISIS muni veita þeim mikla mótstöðu. Áætlað er að milli fjögur þúsund og átta þúsund liðsmenn ISIS hafist við í Mosul. Orrustan um Mosul er stærsta einstaka hernaðaraðgerðin í landinu síðan Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. Bandaríkjaher tekur þátt úr lofti og veitir stuðning í formi ráðgjafar og vopna en í bardögum á jörðu niðri eru aðeins írakskir og kúrdískir hermenn, alls um 30 þúsund talsins. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, valdi Mosul sem stað til að kynna myndun kalífadæmisins, svo að sögn Cook yrði það mikill táknrænn sigur að ná aftur valdi á borgunni úr höndum ISIS. „Fyrstu vísbendingar benda til að írakskar öryggissveitir hafi náð markmiðum sínum enn sem komið er og eru á undan áætlun eftir þennan fyrsta dag,“ segir Cook. Hann segir Bandaríkjaher sannfærðan um að Írakar séu þannig búnir að þeir geti klárað verkið. Bandaríkjaher sé svo reiðubúinn að aðstoða ásamt öðrum bandalagsríkjum. Kúrdar náðu fjölda smærri þorpa í útjaðri borgarinnar á sitt vald á fyrstu klukkustundum sóknarinnar. Í lok dags sögðust þeir hafa náð valdi á um 200 ferkílómetra svæði, níu smærri þorpum austur af borginni og stóran hluta vegarins milli Irbil og Mosul. Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í borginni og er reiknað með að fjölmargir íbúar muni leggja á flótta úr borginni dragist átök á langinn.
Tengdar fréttir Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45