Innlent

Banaslys á Suðurnesjum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins. Vísir
Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumaður annarrar bifreiðarinnar hafi verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Ökumaður og farþegi í hinni bifreiðinni voru fluttir á Heilbrigðisstofnun til skoðunar.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins og biður þá er kunna að hafa orðið vitni að því að hafa samband í síma: 444-2299. Að sögn lögreglu er ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.

Slys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við Áslandshverfi, skömmu eftir hádegi þegar verið var að flytja manninn sem lenti í slysinu á Suðurnesjum á Landspítalann. 

Tveir slösuðust þá í hörðum árekstri lögreglubifhjóls og bíls, þar sem lögreglubifhjólinu var ekið í forgangsakstri austur Reykjanesbraut þegar ökumaður bíls á leið vestur tók U-beygju og í veg fyrir bifhjólið, sem var á talsverðri ferð.

Í tilkynningu lögreglu um slysið sagði að lögreglumaðurinn og ökumaður bílsins hafi slasast mikið, en að þeir séu ekki í lífshættu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×