Erlent

Maður handtekinn vegna sprengjuhótana í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er vitað hvað manninum gekk til en eftir á að yfirheyra hann.
Ekki er vitað hvað manninum gekk til en eftir á að yfirheyra hann. Vísir/AFP
Lögregla í Danmörku hefur handtekið 28 ára karlmann vegna þeirra sprengjuhótana sem bárust flugvöllum, sjúkrahúsum og verslunarmiðstöðvum í dag. Hann er sagður góðkunningi lögreglunnar og glímir við andleg veikindi.

Í frétt DR segir að maðurinn komi frá Slagelse á Sjálandi og hafi verið handtekinn klukkan 16 að íslenskum tíma. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en eftir á að yfirheyra hann.

Sprengjuhótanir mannsins leiddu meðal annars til þess að flugvöllurinn í Hróarskeldu og verslunarmiðstöðvar í Hróarskeldu og Kaupmannahöfn voru rýmdar. Þá bárust Kastrup-flugvelli og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn einnig sprengjuhótanir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×